Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég tel þetta vera óvenjulegt sjónar-
horn á heiðursmorð, að fá viðhorf
morðingjans,“ segir norska blaða-
konan Lene Wold, en bók hennar,
Heiðra skal ég dætur mínar, kom ný-
verið út í íslenskri þýðingu. Í bókinni
greinir Wold frá rannsókn sinni á
heiðursmorðum í Jórdaníu, en hún
eyddi þremur árum í að rannsaka
hvað lægi að baki slíkum morðum og
kynnti sér mörg slík mál í þaula. Eitt
þeirra stóð þó upp úr, þar sem Wold
gat rætt ekki bara við gerandann,
sem hún nefndi Rahman, heldur
einnig aðra af tveimur dætrum hans,
sem hann hafði reynt að myrða heið-
ursins vegna. Þannig fékk hún sýn á
báðar hliðar málsins, jafnframt því
sem hún kynntist ýmsum hliðum
jórdansks samfélags, góðum sem
slæmum.
Heilluð af arabískri menningu
Wold segir að reynsla sín af Jórd-
aníu sé almennt séð sú að það sé
mjög opið og vinsamlegt land gagn-
vart ferðamönnum. „Ég er heilluð af
arabískri menningu, sér í lagi gest-
risninni. Fólkið þar er mjög vin-
gjarnlegt og sér vel um þig sem
gest,“ segir Wold og bætir við að hún
eigi marga vini þar eftir dvöl sína í
landinu. „En svo er auðvitað frekar
myrk hlið samfélagsins sem ég greini
frá. En samfélagið hefur einnig
marga góða kosti, eins og öll önnur
lönd.“
-En það er kannski ekki mikið
fjallað um hinar jákvæðu hliðar Mið-
Austurlanda þessi misserin?
„Nei, við hneigjumst til þess að
skrifa frekar um neikvæðu hliðarnar,
og þess vegna er ég einnig að reyna
að sýna víðari mynd af samfélaginu í
bókinni minni.“ Ein leiðin sem Wold
fer til þess er að lýsa æsku Amínu, en
svo nefndi Wold dótturina sem lifði af
banatilræði föður síns, og uppvexti
hennar í Amman, höfuðborg Jórd-
aníu. Í þeirri lýsingu kemur glöggt
fram hversu mikil ást ríkti í fjöl-
skyldu hennar og hversu sterk fjöl-
skylduböndin voru áður en hinir
skelfilegu atburðir gerðust.
Forvitnileg staða hinseginfólks
Það sem helst rak Rahman til þess
að myrða dætur sínar var sú stað-
reynd að Aisha, eldri dóttir hans, var
samkynhneigð, en staða hinsegin-
fólks í Mið-Austurlöndum er almennt
séð frekar lök. Wold segir það vera
eitt af því sem geri Jórdaníu svo
áhugaverða. „Sumir segja að landið
sé mjög vinsamlegt gagnvart hin-
seginfólki, og sama gildir um Líb-
anon. Það eru til dæmis engin lög í
Jórdaníu sem fordæma samkyn-
hneigð, hún er ekki ólögleg þar, en
engu að síður er viðhorfið þannig að
það er talið mjög smánarlegt og van-
virðing við fjölskyldu sína ef maður
velur að lifa samkynhneigðu lífi,“
segir Wold.
Hún nefnir sem dæmi að sumt af
fólkinu sem hún hafi kynnst í Jórd-
aníu sé samkynhneigt, en að það
muni gifta sig og lifa gagnkyn-
hneigðu lífi út á við en allt öðru lífi
inn á við, þar sem kröfur samfélags-
ins neyði það til þess að vera í skápn-
um. „Þetta fólk er að reyna að gera
bæði foreldrum sínum til hæfis og
sínum eigin þörfum. Ég sá til dæmis
eitt par, þar sem bæði voru samkyn-
hneigð. Þau búa saman sem hjón og
eiga börn saman til þess að geðjast
fjölskyldum sínum, en eiga bæði í
samböndum við einstaklinga af eigin
kyni. Þetta hafa þau samið um á milli
sín og þegar ég spurði þau hvort þau
væri ekki að lifa í lygi sögðu þau að
það myndi vera ótrúlega eigingjarnt
af þeim að lifa opinberlega sem sam-
kynhneigð í jórdönsku samfélagi.“
Samfélagið framar öllu
Segja má að þessi áhersla á sam-
félagið, fjölskylduna og heiður séu
meginþemu bókarinnar, en Wold
segir fjölskylduheiðurinn skipta
meginmáli í arabísku samfélagi. „Á
Vesturlöndum er svo mikil áhersla á
að við uppfyllum eigin þarfir og að
við verðum það sem við viljum vera,
en í arabaheiminum er það talið
mikilvægara að sjá um fjölskylduna
og vera góður og gegn samfélags-
þegn.“
Þá kemur skýrt fram í bókinni sú
skoðun Wold að fyrirbærið heiðurs-
morð sé ekki tengt íslam sem trú,
heldur sé það frekar afurð samfélags
sem leggi svo mikla áherslu á heiður
fjölskyldunnar. „Heiðursmorð snú-
ast mun meira um hefðir og venjur
en trúarbrögð og það sést á því að
heiðursmorð fyrirfinnast einnig í
samfélögum kristinna manna og
hindúa.“ Wold segir þetta einn mikil-
vægasta punkt bókarinnar. „Áður
fyrr, þegar samfélagið hafði ekki rík-
ið eða lögregluna til að verja sig, var
nauðsynlegt að stjórna fjölskyldunni
og verja hana. Þær hefðir eru enn
svo áberandi í jórdönsku samfélagi
því það byggir svo mjög á valdi
fjölskylduföðurins.“
– En að hvaða marki hefur íslam
þá mótað þessi samfélög?
„Auðvitað hefur trú mikil áhrif á
þær hefðir sem skapast innan sam-
félagsins, því þau gildi sem láta þess-
ar fjölskyldur myrða ættingja koma
frá trúarbrögðunum, en á sama tíma
er ekkert í íslam sem skipar þér að
myrða dætur þínar eða systur, ekki
með þeim hætti eins og gert er í
dag,“ segir Wold. Hún bendir á máli
sínu til stuðnings að vissulega sé í
Kóraninum fjallað um kynlíf fyrir
hjónaband og framhjáhald sem
óæskilegt. „En fólk er jafnvel myrt í
Jórdaníu í dag vegna orðróms. Það
sem sagt er vanvirða heiður fólks
gæti jafnvel verið eitthvað svo sak-
leysislegt, svo sem að ganga um með
andlitsfarða, og þar koma hefðirnar
inn sem tæki samfélagsins til þess að
stjórna ungum konum og stúlkum.“
Þróunin er í rétta átt
Spurð hvernig megi takast á við
heiðursmorð og breyta þessum hefð-
um og venjum segir Wold að ým-
islegt hafi þegar breyst.
„Síðan ég skrifaði bók mína og hún
kom á prent hafa jórdönsk stjórnvöld
verið beitt miklum alþjóðlegum
þrýstingi. Árið 2016 fjölgaði heið-
ursmorðum gríðarlega, um 20 slík
morð voru framin á hverju ári en
þetta ár stökk talan upp í 38, sem
varð til þess að blaðamenn víðs vegar
um veröldina fjölluðu um þessi mál.“
Eitt af því sem hafi þá komist í há-
mæli hafi verið sú staðreynd að í
Jórdaníu væru margar ungar konur í
fangelsi, að sögn til þess að verja þær
fyrir ofbeldi ættingja sinna. „Ég hef
nú fjallað um þessi mál í fimm ár og
lögreglan hefur alltaf sagt við mig að
í bígerð sé að opna neyðarskýli fyrir
þessar konur svo þær þurfi ekki að
vera í fangelsi, en þegar ég bað um
að fá að sjá skýlin var viðkvæðið allt-
af að það þyrfti að bíða lengur,“ segir
Wold. Þeirri bið er nú lokið, því að
slíkt skýli var opnað í nú apríl.
Þá hafi grasrótarsamtök í Jórd-
aníu þrýst á um að breyta lögunum
um heiðursmorð, þar sem gerend-
urnir í þessum málum gátu áður fyrr
fengið mun vægari dóma en aðrir
morðingjar, kannski þrjá til sex mán-
uði, en aðrir fengu kannski 20 til 30
ára dóm. Wold segir að nýlega hafi
verið dæmt í tveimur málum í Jórd-
aníu, þar sem heiðursmorðingjar hafi
einmitt fengið langan fangelsisdóm.
„Þetta breytir stöðunni því að þegar
þessir menn myrða reikna þeir með
því að þeir geti afplánað nokkurra
mánaða dóm, en ef þeir þurfa að vera
í nokkra áratugi í fangelsi er útlitið
allt í einu orðið dekkra.“
Wold segir að ein ástæðan fyrir því
sé einfaldlega sú að þeir sem stundi
heiðursmorð líti á sig sem nokkurs
konar „forráðamenn“ og fyrirvinnur
fjölskyldunnar. „Ef þeir myrða ein-
hvern og þurfa að fara í fangelsi í 20-
30 ár munu eiginkonur þeirra og
börn svelta, þar sem þau hafa enga
peninga,“ segir Wold, en slíkt sé í
raun jafnvel enn meiri skömm fyrir
þá. Jákvæð teikn eru því á lofti um að
samfélagið geti breyst og tekið á
málum þannig að heiðursmorð muni
á endanum heyra sögunni til.
Fékk að heyra báðar hliðar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heiðursmorð Norska blaðakonan Lene Wold kynnti sér í þaula heiðursmorð og þær ástæður sem liggja að baki þeim.
Norska blaðakonan Lene Wold rannsakaði heiðursmorð í Jórdaníu í þrjú ár Segir heiðursmorð
vera afurð hefða og venja frekar en trúarbragða Bók hennar er nýkomin út í íslenskri þýðingu
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is