Skírnir - 01.09.2006, Side 5
ÁSGEIR JÓHANNESSON
Stjórnarmyndunin 1958
Inngangur
Stjórnarmyndanir geta verið einn æsilegasti, flóknasti, erfið-
asti og örlagaríkasti þátturinn í stjórnmálasögu lýðveldisins. Ýms-
ar ríkisstjórnir hafa orðið til nær öllum að óvörum en eftir afar
snúið og leynilegt ráðabrugg á bak við tjöldin. Stjórnin, sem tók
við völdum snemma árs 1980 undir forsæti Gunnars Thoroddsen,
er eitt skýrasta dæmið um slíkt sjónarspil, en aðdragandinn að
myndun minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins í desember 1958 er
einnig afar merkilegur. Margt fór þá leynt sem hefur síðar komið á
daginn.1 Í þeirri frásögn Ásgeirs Jóhannessonar, sem hér fer á eftir,
eru nýjar heimildir enn dregnar fram í dagsljósið.
Í þættinum eru tvær aðalsöguhetjur, Ásgeir Ásgeirsson og
Guðmundur Í. Guðmundsson. Ásgeir var forseti Íslands en Guð-
mundur þingmaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra í ríkis-
stjórn Hermanns Jónassonar (vinstri stjórn Framsóknarflokks,
Alþýðubandalags og Alþýðuflokks) sem baðst lausnar í byrjun
desember 1958. Atbeini þeirra er ekki síst fróðlegur í ljósi þess að
það heyrði í raun ekki til friðar þeirra að vinna að myndun einnar
stjórnar frekar en annarrar. Samt sem áður ættu afskipti þeirra og
„leynimakk“ ekki að koma á óvart.
Skírnir, 180. ár (haust 2006)
RITGERÐIR
1 Sjá einkum: Gylfi Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson. Ævisaga (Reykjavík, 1992), bls.
395–406, Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins. Samskipti Íslands og
Bandaríkjanna 1945–1960 (Reykjavík, 1996), bls. 385–389, Helgi Skúli Kjart-
ansson, „Emil Jónsson“. Ólafur Teitur Guðnason (ritstj.), Forsætisráðherrar Ís-
lands: Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár (Reykjavík, 2004), bls.
279–293, og Guðni Th. Jóhannesson, Völundarhús valdsins: Stjórnarmyndanir,
stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns (Reykjavík,
2005), bls. 30–34.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 251