Skírnir - 01.09.2006, Page 7
lands í Reykjavík, í skýrslu sinni árið 1957 um framámenn í ís-
lensku samfélagi, „Leading Personalities in Iceland“. Í skýrslum af
þessu tagi, sem breskir sendiherrar sömdu reglulega, er stundum
að finna kostulega og beinlínis ranga sleggjudóma um hina og
þessa menn, en Guðmundur Í. slapp sæmilega vel: „Mikill vexti og
viðkunnanlegur; mjög samvinnuþýður.“5
Andúð Guðmundar Í. Guðmundssonar á „kommunum“ fór
ekki á milli mála. Sumarið 1956 hafði hann unnið gegn því að Al-
þýðuflokkurinn færi í stjórn með Framsókn og Alþýðubandalagi,
en þegar það varð ekki umflúið tryggði hann sér embætti utanrík-
isráðherra, gagngert til þess að vinna gegn áformum stjórnarinnar
um brottför Bandaríkjahers.6 Æ síðan vildi hann þessa stjórn feiga
og sumarið 1958 hafði hann kannað á laun hug leiðtoga Sjálfstæð-
isflokks til stjórnarsamstarfs við Alþýðuflokkinn.7 Það var því
ekki að undra að forystumenn Alþýðubandalags og flestir aðrir
sósíalistar höfðu jafnmikinn ímugust á Guðmundi Í. og hann á
þeim.8
Þegar stjórn Hermanns Jónassonar hafði beðist lausnar hlaut
Guðmundur Í. Guðmundsson að róa að því öllum árum að
„kommum“ yrði haldið utan stjórnar. Þeir forsetinn urðu banda-
menn í þeirri baráttu og um miðjan desember, þegar ljóst var að
svo gæti farið að stjórn Hermanns yrði endurreist, höfðu þeir svo
sannarlega verk að vinna.
Guðni Th. Jóhannesson
stjórnarmyndunin 1958 253skírnir
5 The National Archives, London. FO371/128749/NL1012/1. Gilchrist til
Lloyds, 25. september 1957.
6 Sjá t.d. orð Guðmundar sjálfs um afstöðu sína í: Þorleifur Friðriksson, Undir-
heimar íslenskra stjórnmála: Reyfarakenndur sannleikur um pólitísk vígaferli
(Reykjavík, 1988), bls. 127.
7 Skjalasafn Guðmundar Í. Guðmundssonar (mappa IV): Guðmundur Í. Guð-
mundsson til Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 3. júlí 1958.
8 Sjá t.d. Einar Olgeirsson (Jón Guðnason skráði), Kraftaverk einnar kynslóðar
(Reykjavík, 1983), bls. 186–190.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 253