Skírnir - 01.09.2006, Page 16
markast tiltekinn hópur á vissan hátt og í krafti þessarar afmörk-
unar gerir hann kröfu um sjálfstæði frá öðrum hópum. Þá verður
þjóð til og getur orðið þjóðríki. Hér skiptir meginmáli hvernig
hópurinn er afmarkaður. Ekki nægir að hann eigi sér sameiginlega
siði og sögu, ættjörð og tungu, eitthvað af þessu eða allt, sem þó
gerði einstaklingum hópsins kleift að finna til samkenndar og
hlýju gagnvart því sem þeir eiga sameiginlegt. Öllu skiptir hins
vegar að sjálf hugmyndin um þjóð sé sameign myndugra (sem svo
teljast) einstaklinga innan hópsins og áhangenda þessarar þjóðern-
ishyggju. Einstaklingum verður að finnast sem þeir tilheyri hópn-
um sem myndar þjóðina. Þessi pólitíska tilfinning verður að vera
af ákveðinni gerð. Einstaklingarnir verða að (telja sig) eiga póli-
tíska hlutdeild og ítök í hópnum, njóta (eða vilja njóta) pólitískra
réttinda sem einstaklingar, frelsis og grunnréttinda, enda sé stjórn-
að (hvernig svo sem stjórnað sé) bæði í umboði þeirra og fyrir þá.
Þá er einstaklingurinn raunverulegur hluti þjóðar og þjóðin póli-
tísk eining sem sameinar einstaklingana. Þessi þjóðernishyggja
kom seint til skjalanna og þjóðin því líka, samkvæmt þessari kenn-
ingu, ekki á undan upplýsingunni, þar sem finna má kjarnann í
þessari pólitísku hugmynd. Þessi þjóðernishugmynd er fyllilega
samrýmanleg hugmyndinni um eina þjóð, alþjóð, bræðralag allra
(myndugra) manna.3 Það sem sameinar fólkið er ekki einhver
þjóðflokkur heldur almannaheill. En þó hneigist hún til að eigna
þjóðinni tiltekið landsvæði sem afmarkast á einhvern óljósan hátt
og hefur að geyma íbúa sem eiga sitthvað sameiginlegt, ekki síst
tungumál.
Öðrum finnst ofgert að setja fyrirbærinu þjóð þessar skorður.
Þjóðin var til áður en menn tileinkuðu sér þessa tegund af þjóð-
ernishyggju, enda var til annars konar þjóðernishyggja, þó ekki
svavar hrafn svavarsson262 skírnir
3 Þjóðernishyggjan sem á rætur sínar í hugmyndaheimi upplýsingar er varla nauð-
synlegur hluti hennar, segja sumir. Frelsishugmyndin sem braust fram í frönsku
stjórnarbyltingunni hvíldi ekki á þjóðernishyggju. Það er kraftur hugmyndar-
innar um frelsi og almannaheill sem sameinar fólk, en ekki þjóðflokkur með
sinni sérstöku sögu og siðum, eins og rómantískir heimspekingar vildu meina.
Sjá til dæmis Hobsbawm (1990: 19–22).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 262