Skírnir - 01.09.2006, Side 18
um sameiginlegan arf, tilbúningi til þess löguðum að gæða hópinn
samkennd.5
Nú mætti sem hægast hafna hinum rómantíska þætti pólitískr-
ar þjóðernishyggju og reyndar efast um hvort ákjósanlegt sé að
þjóðerni sé hluti sjálfsmyndar, hvort samkennd með öðrum ein-
staklingum sömu þjóðar eigi frekar rétt á sér en samkennd með
öðrum manneskjum. Það er hins vegar erfitt að halda slíkum mót-
bárum til streitu, því sú samkennd sem felst í þjóðernishyggju hef-
ur gildi fyrir einstaklinginn, sjálfsskilning hans.6 Hún gerir honum
kleift að eiga hlutdeild í víðtækari sjálfsmynd og þeirri virðingu
sem hún ljær einstaklingnum, þótt hún hneigist til að þrengja
sjálfsmynd hans og hlekkja við ákveðið þjóðerni og það sem því
tengist.7
Hvað sem hæft var í henni, þá átti rómantíska kenningin um
þjóðareðli sér djúpar rætur. Hún var heimspekileg túlkun á við-
horfum húmanískra lærdómsmanna, sem aftur leituðu til fornald-
ar. Húmanistarnir skrásettu og rannsökuðu sögur þjóða sem líta
út eins og frásagnir þeirra sem síðar boðuðu pólitíska þjóðernis-
hyggju, þótt heimspekilegt og pólitískt samhengi hafi verið annað.
Síðar verða raktar nokkrar slíkar sögur íslenskra lærdómsmanna
sem skrifuðu á latínu og sýndur svipurinn með þeim og hinum
sem aðhylltust pólitíska þjóðernishyggju. Svipmótið vekur grun-
svavar hrafn svavarsson264 skírnir
5 Í raun tilheyrir þessi hugmynd ekki síður arfi sumra höfunda upplýsingarinnar
en rómantíkur. Til dæmis virðist Rousseau telja að hlutverk löggjafans felist að
einhverju leyti í því að skapa hefðir sem geri fólki kleift að finna til samkenndar
með samborgurum sínum (Samfélagssáttmálinn II.7): „Sá sem hættir á að stofna
til þjóðar hlýtur að telja sig færan um að bylta mannlegri náttúru, ef svo má að
orði komast, og umbreyta sérhverjum einstaklingi, sem í eðli sínu er fullkomin
og afmörkuð heild, í hluta stærri heildar sem hann þiggur í vissum skilningi líf
sitt og vitund af.“
6 Þetta viðhorf er ekki sérstaklega íhaldsamt, enda samrýmanlegt margs konar
frjálslyndisstefnum, sbr. Yael Tamir (1993: k. 1). John Stuart Mill er kannski sá
fyrsti sem gerir grein fyrir henni í upphafi 16da kafla Considerations on Repre-
sentative Government (frá 1862); sjá Mill (1977: 546).
7 Þess vegna hafa ýmsir stjórnmálaheimspekingar boðað það sem kallast heims-
borgarahyggju, kosmopólítanisma, ekki endilega í stað þjóðernishyggju, heldur
með henni. Sjá til dæmis Appiah (2006). Eldri gerðir hugmyndarinnar má finna
hjá forngrískum kýnikerum og stóumönnum.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 264