Skírnir - 01.09.2006, Page 19
semdir um áhrif húmanískra hugmynda á rómantíska þjóðernis-
hyggju. Eitt atriði vekur sérstaka athygli við þetta svipmót og af-
hjúpar kannski samhengi í íslenskri þjóðernishyggju sem nær að
minnsta kosti aftur til 16du aldar: Sú pólitíska þjóðernishyggja
sem tilheyrði upplýsingunni lagði áherslu á frelsi bæði einstak-
linga og þjóða. Þannig hafði hún ekki aðeins áhrif á myndun og
þróun þjóða, heldur og lýðræðis. Þessi áhersla er ekki nauðsynleg-
ur hluti rómantískrar þjóðernishyggju, þótt afbrigðin tvö hafi fall-
ist í faðma. Við lestur á verkum lærdómsmannanna kemur einnig
í ljós pólitísk vídd, áhersla á frelsi, sem við fyrstu sýn á ýmislegt
sameiginlegt með pólitískri þjóðernishyggju og virðist undarlega
sett við upphaf nýaldar. Enn undarlegri virðist hún þar sem hvergi
örlar á hugmyndinni um frelsi handa Íslendingum fyrr en á 19du
öld.
2. Íslensk þjóðernishyggja
Þræðir þjóðernishyggju Íslendinga liggja víða, þeirrar þjóðernis-
hyggju sem dafnaði á 19du öld og kenna má við upplýsingu og
rómantík. Förum hratt yfir sögu.
Við leitum aftur til miðrar 18du aldar, nefnum Eggert Ólafs-
son, tiltökum einkenni á hugsun hans um þjóðerni og ættjörð sem
kenna má við menningarlega þjóðernishyggju. Í ljóðum hans má
greina þá hugsun að þjóðerni ráðist af sameiginlegri sögu og ætt-
jörð, siðum og tungu. Þjóðernisvitund og ættjarðarást sem byggir
á slíku viðhorfi til þjóðernis fær því meiri kraft úr menningarsög-
unni sem sagan er glæstari. Eggert Ólafsson sýtti ástand landsins
og bar saman við þjóðveldið, gullöld íslenskrar menningar. Þaðan
mátti fá innblástur og kraft. Íslensk tunga var sjálf nauðsynlegt
skilyrði þjóðar, engir töluðu betur og kjarnyrtar en fornmenn. En
höfðingjaveldið leið undir lok vegna innri ófriðar, borgarastríðs,
og seldi sig einvaldi á hönd, konungi Íslendinga.
Það má einnig kenna Baldvin Einarsson við menningarlega
þjóðernishyggju. Þó hafði þjóðernishyggja hans fengið áður
ógreinda pólitíska vídd, kröfu um sérstakt íslenskt þing, enda var
hugmyndaheimurinn gerbreyttur. Hjá honum er kominn vísir að
hugmynd um sjálfstæði íslendinga 265skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 265