Skírnir - 01.09.2006, Page 20
þeirri þjóðernishyggju sem á upptök sín í upplýsingunni. Með
kröfunni vísaði Baldvin eigi að síður til þjóðveldisaldar. Þá fór
best um þjóðarandann, og málið norræna það er mælti hann. Út-
legging rómantíkur á menningarlegri þjóðernishyggju húmanist-
anna er í deiglunni, byggð á grunni upplýsingarinnar. Vitund um
glæsta fortíð er menningarleg forsenda hinna pólitísku skoðana.
Menningarleg og nú rómantísk þjóðernishyggja rís hærra hjá
Fjölnismönnum og jafnframt er aukið við kröfu Baldvins svo
mjög að óhikað mætti tala um pólitíska þjóðernishyggju. Farið er
fram á einhvers konar sjálfstæði, enda megi þannig lífga við þjóð-
arandann, sem er með óráði og farinn að tala útlensku. Sem fyrr
er vísað til þjóðveldisins. Nú ber á þessum rökum: Frelsi Íslend-
inga á þjóðveldisöld býr að baki mikilfengleika hins íslenskumæl-
andi þjóðaranda. Réttlætingin fyrir þjóðfrelsi er að hluta til
menningarsöguleg. Þjóðveldissagan staðfestir hversu ákjósanlegt
þjóðfrelsi sé Íslendingum. Eins og sést að neðan er hin róman-
tíska þjóðernishyggja, og húmanískur arfur hennar, svo snar þátt-
ur þessarar pólitísku þjóðernishyggju að varla verður greint í
sundur.
Enn breytist þjóðernishyggjan hjá Jóni Sigurðssyni, meðal
annars vegna frjálslyndisstefnunnar. Pólitísk þjóðernishyggja
styrkist um helming. Hinn menningarlegi fasti ríkir þó sem fyrr,
þjóðarandi fornmanna. Mikilfengleiki hins íslenska þjóðveldis og
frelsi fornmanna skiptir sköpum. Þá var þjóðarandinn lifandi,
enda réð hann sér sjálfur. Svo heldur saga þjóðernishyggjunnar
áfram. Jón Aðils lýsir sömu skoðunum. Íslensk tunga og menn-
ing þjóðveldisins er undirstaða íslensks þjóðernis og að baki
hvoru tveggja býr frelsi fornmanna. Fleiri mætti tína til, hvort
heldur Sigurð Nordal eða Jónas frá Hriflu. Þetta viðhorf ein-
kennir fyrri hluta 20stu aldar. Þessi saga hefur verið einkar vel
skrásett.8
svavar hrafn svavarsson266 skírnir
8 Um þjóðerniskennd og þjóðernishyggju þá sem hér var rakin og einfölduð
mjög, sjá Gunnar Karlsson (1980), (1995) og (2004), Sigríði Matthíasdóttur
(1985) og (2004), Guðmund Hálfdanarson (1995) og (2003), Ragnheiði Krist-
jánsdóttur (1996). Í þessum verkum öllum má finna fjölmargar tilvísanir.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 266