Skírnir - 01.09.2006, Page 29
arnir kusu aristókratískt stjórnarfar og höfnuðu því stjórnleysi
sem ríkti á undan „lögbundinni stjórnskipan ríkisins“ (58–60=
151–54). Það sem einkennir þá er virðing fyrir réttlæti. Siðir þeirra
voru hófsamir (49=133–34), spartverskir, rétt eins og atgervið var
spartverskt. Reyndar er Arngrími tamt að bera saman Íslendinga
og Spartverja.25 Eftir friðsama kristnitöku árið 1000 voru þeir
guðhræddir og svo hlýðnir kirkjunni að samtíðin fölnar. Mann-
kostir þeirra voru miklir. Jafnvel árásir þeirra, háttalag víkinganna,
var fyllilega ásættanlegt í augum þessa mótmælendaprests. Eins og
höfundur Qualiscunque Descriptio Islandiae leggur Arngrímur
áherslu á menningarleg afrek sagnaritara þjóðveldisaldar. Þeir
voru afbragð annarra að lærdómi og ritmennt.
Í greinargerð sinni fyrir falli miðaldaríkisins fylgir hann enn
Bodin (188–92=213–18) en sér ástæðu til þess að ítreka að á með-
an aristókratían réð hafi Ísland verið jafningi Noregs, jafnvel
bandamaður. Þó vildu Noregskóngar, ekki harðstjórar heldur að-
eins kóngar, leggja undir sig Ísland. Hann segir í upphafi þriðju
bókar:
Höfðingjaveldi stóð meðal Íslendinga í nær fjórar aldir (eða 387 ár), en
því höfum vér nú lýst. Á þessu tímabili litu Noregskonungar ekki á þá
sem þegna heldur virtu þá sem bandamenn og vini. En þó höfum vér
fundið að Noregskonungar hafa á ýmsum tímum beitt ásælni gegn far-
sæld Íslendinga, en hún byggðist framar öllu á sjálfstæði þeirra
(188=213).26
Þessi orð virðast tjá vafningalaust þá hugsun að Íslendingar hafi
átt gæfu sína að þakka sjálfstæði undan Noregskonungi. Það sem
hugmynd um sjálfstæði íslendinga 275skírnir
25 Arngrímur þekkti vel verk Niels Krag um Spartverja, De Republica Lace-
dæmoniorum Libri IV (Genf, 1593), og Bodin ræddi sjálfur mikið um stjórn-
skipan Spartverja.
26 Svo er þýðing Jakobs Benediktssonar. Þar sem textinn er mikilvægur læt ég lat-
ínuna fylgja: Annos prope quadringentos (nempe 387 circiter) sua Aristonomia
usos esse Islandos constat; quam hactenus utcunque descripsimus. Quo etiam
tempore à vicinis Norvegiæ Regibus non tractabantur ut subditi, sed ut socii et
amici colebantur. Interim tamen horum felicitati in libera illa ́ potis-
simum sit_ à diversis Norvegiæ Regibus diversis temporibus insidiatum esse
depræhendimus.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 275