Skírnir - 01.09.2006, Side 30
höfundur Íslandslýsingarinnar segir um frelsisást Íslendinga er hjá
Arngrími orðið að orsök velgengninnar. Athugum þó að orðið
„sjálfstæði“ er þýðing á in libera illa ́ . Orðin mætti
þýða „á þessu frjálsa sjálfstæði“. Á meðan „sjálfstæði“ Íslendinga
gefur sterklega til kynna þjóðfrelsi, eru orðin í frumtexta Arn-
gríms öllu tvíræðari (og reyndar á tveimur tungum). Við fyrstu
sýn mætti halda, eins og þýðing Jakobs gefur til kynna, að Arn-
grímur hefði í huga sjálfstæði undan hinum norska kóngi. Sé þessi
leið farin er frelsi Arngríms eins konar þjóðfrelsi. Þannig hefur
þetta frelsi löngum verið skilið.27 Þá finnum við fyrir fyrrgreind-
um grun um spennu og Arngrímur er hættulega nálægt því að
komast í mótsögn við sjálfan sig, því sjálfur lofaði hann Danakon-
ung og vald hans yfir Íslandi.
En við nánari athugun mætti einnig ætla að það sem máli skipti
hefði verið að vera ekki undirsettur hinum norska kóngi. Það væri
í samræmi við áherslu Arngríms á stjórnarformið. Frjálsu höfð-
ingjaveldi er teflt gegn einveldi, en ekki Íslandi gegn Noregi.
Frelsið, libera illa ́, sem um er rætt, er ekki þjóðfrelsi,
heldur frelsi höfðingja undan einveldi, ekki sjálfstæði Íslendinga
frá Noregi.28 Það sem villir sýn er sú tilfallandi staðreynd að
frelsi undan einvaldi hélst í hendur við frelsi Íslendinga undan
Noregskonungi. Kúgunarstjórnin, týrannían, sem er undanfari
konungsveldis, er verk Íslendinga, að mati Arngríms. Og „því
voldugri sem höfðingjar voru, þeim mun ákafar sóttust þeir eftir
einræði“, segir Arngrímur (191=216). Lyktir voru að Íslendingar
lutu „valdi eins konungs“, en ekkert í eðli stjórnarfarsins krafðist
þess að hann væri útlenskur, enda var það ekki aðalatriðið.
svavar hrafn svavarsson276 skírnir
27 Sjá til dæmis Sigurð Nordal (1942: 352–53) og flest önnur skrif frá 19du og
20stu öld. Og þeirri 21stu, því jafnvel róttæk endurskoðun Boulhosa (2006: 97)
á tilurð Gamla sáttmála og hlutverki hans gerir ráð fyrir að með skrifum Arn-
gríms megi þegar kenna hugsun um einhvers konar þjóðfrelsi Íslendinga.
28 Í umræðu sinni um fyrri tilraunir konunga til að sölsa undir sig Ísland vísar
Arngrímur til ræðu Einars Þveræings, sem hann hefur eftir Ólafs sögu helga
(kafla 125). Þar segir Einar að ekki skuli afsala frelsinu til konungs. Varla á hann
við þjóðfrelsið, heldur frelsi höfðingja. Breytingin felst, segir Arngrímur, í ferð
à libertate ad servitutem (III.190).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 276