Skírnir - 01.09.2006, Page 32
frelsi í sinni einföldustu mynd, fjarvera allra boða og banna. Í upp-
hafi komast menn að samkomulagi og afsala sér þessu frelsi til eins
manns. Þannig er einveldið frumskipan þjóðfélags (222=214). Að
sama skapi endurheimta menn síðar þetta frelsi þegar lýðræði rík-
ir (226=218, 250=238). Samhengi valds og frelsis kemur einnig
fram í því að við lýðræðisstjórn deila menn valdinu (285–86=238).
Þessi hugmynd og tengsl frelsis, lýðræðis og valds er ekki verk
Bodins heldur er hún klassísk og skýrt sett fram hjá Aristótelesi.31
Þótt frelsi sé virðingarvert, segir Bodin, leiðir það til óstjórnar og
annarra stjórnarhátta. Frelsið er ekki markmið í sjálfu sér, heldur
farsæld, og hlutverk ríkisins er að tryggja farsæld, því „varla er
nokkur staður fyrir dyggð í því ríki þar sem hver svalar þrám sín-
um og eltir tískuna svo ákaflega“ (294=276). Bodin segir einnig:
„Of mikið frelsi eyðileggur vel skipað ríki“ (295=277). Þessa
skoðun hafði lærimeistari Arngríms á frelsi. Aðdráttarafl þess er
takmarkað og er hugtakið bundið rannsókn á stjórnskipan. Þetta
frelsi er ekki þjóðfrelsi, nema tilfallandi sé.
En nú mætti spyrja hvort við komum ekki Arngrími úr einu
klandrinu í annað: Eftir stendur sú skoðun hans að frelsi undan
konungsveldi hafi búið að baki glæsileika þjóðveldisins. Því er til
að svara að konungsveldi er hið náttúrulega ástand sem allt stjórn-
arfar leitar til. En til þess að komast þangað þurfa þjóðfélög að
ganga gegnum ólík stig og eitt þeirra einkennist af því frelsi und-
an einveldi sem kennt er við höfðingjaveldi, en gæti allt eins verið
lýðræði. Þennan vísdóm sinn hafði Arngrímur frá Bodin.32 Við
það bætist sú skoðun að undir konungsveldi má einnig rísa hátt.
Gallar samtíðarinnar, sem Arngrímur drepur á, felast ekki í stjórn-
arfarinu sjálfu, konungsveldinu, heldur tiltekinni skipan mála á
skattlandinu Íslandi, eins konar æviráðningu æðstu embættis-
manna (198=222–23). Ekki er örgrannt um að hann hafi í huga
innlenda embættismenn.33 Þá er þess að geta að greinarmunur er
á einveldum, því eins og Bodin skrifaði og Arngrímur þekkti mátti
svavar hrafn svavarsson278 skírnir
31 Sjá Stjórnspekina VI.2 1317a40-b3.
32 Sjá Bodin (283–98=267–79).
33 Sjá neðanmálsgrein Jakobs Benediktssonar (1985: 223n4).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 278