Skírnir - 01.09.2006, Page 34
Þannig líkir Arngrímur á sinn lærða húmaníska hátt falli þjóðveld-
isins við upphaf járnaldar, þegar dýrðin dvín og stríðandi græðgi
tekur völdin. Þá kemur kóngurinn fagnandi, og ekki að undra.
Finnur á eftir að endurtaka orð Arngríms og vitna á hliðstæðan
hátt til rómversks skálds.
5. Frelsi Íslendinga fyrir tíð þjóðernishyggjunnar
Árið 1666 er gefin út í Wittenberg Dissertatio Chorographico-His-
torica de Islandia eftir Þórð Þorláksson.37 Þórður fjallar um land-
námið. Orsök þess er kúgun Haralds hárfagra. Við vitum að sam-
kvæmt bestu manna sýn, svo sem Bodins, var ávallt lögmætt að
segja skilið við kúgara. Enn eru því landnemar fullir frelsisástar.
Þórður notar hugtök Arngríms, en býður ekki upp á sömu djúpu
sögulegu skýringar. Að öðru leyti er sú menningarlega sjálfsmynd
sem skjalfest var í Íslandslýsingunni og Crymogaeu orðin nánast
sjálfsögð.
Hálfri öld síðar er Þormóður Torfason að verki með Historia
Rerum Norvegicarum (Kaupmannahöfn 1711), gríðarstóru riti.38
Hugmyndir hans um landnema Íslands og Harald hárfagra eru
áþekkar þeim sem á undan fóru (II.93). Viðhorf hans til falls þjóð-
veldisins koma varla á óvart: Höfðingjaveldið íslenska var tætt af
innbyrðis sundurlyndi, skærum og borgarastríði. Íslendingum var
best borgið með því að fela sig í hendur Noregskonungs. Það
glittir í Bodin, fyrirmynd Arngríms, því hann bætir við að fyrst
aristókratían hafi brugðist, hafi hún breyst í imperium paucorum,
það er fámennisstjórn. Þessi tannhjól stjórnarfarsbreytinga voru
þó vel smurð af Hákoni Noregskóngi, sem var mildur maður, seg-
ir Þormóður (IV.333–34).
Þormóði finnst hæfa að útskýra (IV.335–36): Jafnvel þótt Ís-
lendingar hefðu ekki átt sér neinn utanaðkomandi óvin sem ásæld-
ist yfirráð og sat um frelsi Íslendinga, hefði staða mála ekki aðeins
dugað til þess að drepa allt frelsi heldur einnig sjálfa þjóðina og
svavar hrafn svavarsson280 skírnir
37 Þórður Þorláksson (1982).
38 Thorfæus (1711).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 280