Skírnir - 01.09.2006, Síða 35
lýðveldið.39 Hér er ekki horft fram hjá því að kóngur var norskur,
en ekki íslenskur, en meginmálið er að stjórnarfarið dignaði af
eðlilegum ástæðum.
Þormóði verður tíðrætt um sviptingu frelsisins. Voru klerkar
orðnir svo spilltir, virðing fyrir lögum svo lítil, að sjálfur Guð sá
til þess að svipta Íslendinga frelsinu og fól öðrum umsjá þeirra.
Þeir höfðu erft frelsi en kunnu ekki með það að fara. Hér virðist
afsal frelsis og sjálfstæðis vera refsing Guðs fyrir slæma hegðun og
stjórnun, sem þó tengdist í huga Þormóðs huldum öflum stjórn-
arfarsbreytinga. Þeir skiptu meinum frelsisins fyrir frið og öryggi,
færðu valdið til konungs.40 Enn sjáum við að auðvelt er að villast
á þjóðfrelsi og því frelsi sem felst í því að höfðingjarnir fari með
valdið, imperium.
Þá komum við loks að Finni Jónssyni. Kirkjusaga hans er há-
tindur þeirrar sagnaritunar sem hófst með Arngrími Jónssyni.
Hún er fyrst og fremst frásögn og skjalasafn. Í viðauka veltir Finn-
ur vöngum yfir skaplyndi og einkennum landnemanna, sem ad-
dendum við fjórða og síðasta bindið.41 Þar er byrjað á því að leita
sjálfsmyndar landnemanna. Greinin sjálf er skýring við sjöttu síðu
fyrsta bindis, sjálft upphafið:
Anda íslenskrar þjóðar [nationis genius] og eiginlegan hugarkarakter
[mentis character] má best skilja út frá sjálfri sögunni og atburðarásinni.
Þessi saga vor segir aðeins frá sérstökum atburðum og lætur iðulega
ósnerta minni háttar atburði og tilefni sem þó skipta ósjaldan sköpum
fyrir atburðinn sjálfan, sem stundum gerist ekki í samræmi við sameigin-
hugmynd um sjálfstæði íslendinga 281skírnir
39 IV.335: Idque adeò, ut si vel maximè nullus exterus hostis, nullus libertatis insi-
diator extitisset, hæc tamen sole sufficere abunde potuissent, non ad libertatem
modò tollendam, sed fatalem insuper reîpublicæ, totique adeò isti genti, ruinam
ultimumque exitium inferendum.
40 IV.336: damnum libertatis, pacis optimæ ac securitatis solatiis, propitio magis
Deô, in hunc usque diem sub piis clementibusque Regibus pensarent; id jam
unicè exoptantes, ut, ubi nunc est imperium, ibi perpetuò consistat, vigeat, flor-
eat; excipiatque hujus seculi tempora ejusdem Augustissimæ domûs posteritas,
ad finem mundi perennatura.
41 Það mætti velta því fyrir sér hvort Hannes sonur Finns hafi átt mikinn þátt í
þessum viðauka, enda átti hann töluverðan þátt í öllu verkinu, einkum frágangi
og útgáfu, eins og kemur fram í Præfatio verksins. Sjá ævisögu Hannesar eftir
Jón Helgason (1936: 73) og Henry Alexander Henrysson (1999:97–98).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 281