Skírnir - 01.09.2006, Page 36
legan þjóðarvilja [ex communi nationis voluntate] heldur hentugleika og
hugarfar fárra valdamanna. Þess vegna teljum vér við hæfi að útskýra fyrir
lesandanum hinn sanna og meðfædda karakter þjóðar vorrar og hugsun-
arhátt [verum & genuinum nationis nostræ characterem & cogitandi mod-
um] eins og hann birtist á þessari öld. Íslendingum, sem flestir (nú eigum
vér við sérstaka leiðtoga fjölskyldna) voru komnir af konungum, jörlum,
hersum, heldri mönnum, víkingum og slíkri tegund af mönnum, var tamt
aldagamalt sjálfstæði og frelsi til að takast á hendur hvað sem þeir vildu.
Þeir héldu það hina mestu skömm að selja sig þeim konunglegu og algeru
yfirráðum sem Haraldur hárfagri stofnsetti, sigldu til Íslands …
(IV.125–26)
Sumir kynnu að halda að höfundur hefði lesið verk eftir róman-
tíska heimspekinga Þýskalands, enda sýna orðin hversu óljós
skilin eru milli menningarlegrar þjóðernishyggju og þeirrar róm-
antísku sem varð snar þáttur þjóðernishyggju 19du aldar.
Helsta einkunn landnema er, sem fyrr, ást þeirra á frelsi. En
hún á sér neikvæða hlið, sem minnir á harmsöguskýringu Íslands-
lýsingarinnar og gæti því gefið til kynna að von væri á stjórnar-
farslegri örlagahyggju að hætti Bodins og Arngríms. Finnur held-
ur áfram: Íslendingar voru hrokafullir og hefnigjarnir en líka
fremri öðrum að íþróttum bardagans. Jafn slæmt og þetta er, þá er
þetta líka uppspretta mestu afreka þeirra, dýrðarinnar í vísindum
og listum. Hann segir svo:
Úr þessari metnaðarlind streymdi fram hin ákafa þrá eftir mikilfengi, list-
um og vísindum, því þeir ástunduðu þetta og reyndar svo mjög að þeir
sköruðu fram úr öðrum. Viturri menn og stilltari beittu dyggðum sínum
hóflegar … Þannig er þjóðarkarakter [nativus character] forfeðra vorra.
Hann verður til af því að þeir eru frjálsir og elska frelsi [ex statu &
libertatis amore promanans]… (IV.126)
Þessi viðbót sýnir að ágætið og frelsisástin er einkenni hins ís-
lenska þjóðaranda. En það sem hóf þá upp dró þá niður. Sömu
mannkostir bjuggu að baki dýrðinni og innbyrðis erjunum.
Einnig er ljóst, hvort heldur litið er til þessa viðauka eða annarra
staða, að höfundur álítur menningarafrek þjóðveldisaldar óvið-
jafnanleg. Þetta var sannarlega gullöld.
svavar hrafn svavarsson282 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 282