Skírnir - 01.09.2006, Page 37
Þannig er harmsöguskýringu Íslandslýsingarinnar gefið undir
fótinn. En svo sem hjá Arngrími er hún aðeins hluti stærri og
dýpri skýringar, stjórnarfarslegrar örlagahyggju. Því nú bregður
svo við að hann heldur áfram og fylgir næstum alfarið, stundum
orðrétt, greinargerð Arngríms í Crymogaeu fyrir stjórnskipan
þjóðveldisins. Greinargerð hans er stytt útgáfa af greinargerð
Arngríms. Aristokratían úrkynjaðist í oligarkíu og anarkíu með
vaxandi illsku stríðandi fylkinga. Þessi breyting var knúin áfram af
óstöðvandi afli stjórnarfarsbreytinga, eins og Arngrímur hafði út-
skýrt.
Það er athyglisvert að í annarri viðbótargrein finnst Finni sem
honum beri að útskýra betur skoðun sína, standa fyrir máli sínu,
eða öllu heldur máli Arngríms, og útskýra hvað fylgi slíku máli.
Það er engu líkara en hann finni spennu, misræmið milli dýrðar-
innar sem var og hvíldi á frelsi, og nýlendustöðu samtímans. Því
mætti spyrja hvort hann, ólíkt Arngrími, hafi í huga þjóðfrelsi og
horfi ekki aðeins, eins og Arngrímur, til stjórnarfarsbreytinga.
Hann sér að harmsöguskýringar og stjórnarfarsleg markhyggja
kalla á frekari orð:
Það er þess vegna ljóst að Íslendingar voru ekki knúnir til uppgjafar með
ofbeldi og hótunum, heldur að hluta með átölum, bænum og fögrum lof-
orðum, að hluta vegna innri veikleika lýðveldisins, og svo að segja, vegna
hulinna örlaga breytinga [quasi occulto conversionis rerum fato]. Enn
gerðist það á umskiptatímum lýðveldisins að hin gamla aristokratía fór að
breytast í oligarkíu og jafnvel slíka anarkíu að besta ráðið sem íbúarnir
fundu var að selja sig alvaldi eins konungs.
Hér er ekki talað um norskan konung, heldur einfaldlega konung.
Svo bætir hann við, varla óvænt:
Og vonin brást þeim ekki, því að hingað til, í fimm hundruð ár og meira,
hefur okkur skilist að konungsvaldið er óaðfinnanlegt í okkar málum. Og
getum við þannig sannarlega sagt með skáldinu: „Þessi friður kemur með
einvaldi [Cum domino pax ista venit]“42 (IV.140).
hugmynd um sjálfstæði íslendinga 283skírnir
42 Lúcanus, Borgarastríðið (Farsalía) 1.670.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 283