Skírnir - 01.09.2006, Page 38
Hér er ekki minnst á útlendan konung. Finnur hefur bætt við mál
sitt yfirlýsingu um konunghollustu, enda færði kóngurinn frið.
Með tilvitnun sinni líkir hann falli þjóðveldisins við fall rómverska
lýðveldisins. Það fólst ekki í falli þjóðfrelsis, heldur færslu valds-
ins til einvalds. Maður kynni að halda að nóg væri að gert, að hann
léti hér staðar numið. En hann heldur enn áfram og við heyrum
bergmálið frá Bodin:
Enn hafa flest lýðveldi endað á þennan hátt, til dæmis Sparta, Aþena,
Róm, og fleiri. Fyrst lýðveldin sem best voru stofnuð og sköruðu fram úr
í öllum frjálsum listum og voru öflugust, hafa ekki verið eilíf, en að lok-
um selt sig undir einveldi [imperio monarchico subjectæ fuerint], hvern
skyldi undra þótt íslenska lýðveldið [Rempubl. Islandicam] hafi hlotið
þessi endalok? Það væri reyndar miklu undarlegra hefði lýðveldinu, sem
hafði verið áreitt í næstum fjögur hundruð ár af svo mörgum innri upp-
reisnum og ytri fyrirsátum, tekist að halda velli og verja frelsi sitt [liberta-
tem tueri potuerit]. (IV.140)
Mér sýnist því að libertas Finns sé ekki þjóðfrelsi heldur frelsi
undan einveldi. Þannig endar hann með því að ítreka: það var ekki
við öðru að búast. Honum var ekki í nöp við konungsveldi. Þó
hafði hann sagt í verki sínu (t.d. II.353–54) að öllu hefði hnignað
eftir að Íslendingar glötuðu frelsi sínu, þó að það hafi farið að birta
til eftir siðbótina. En gefur það ekki til kynna eftirsjá eftir glötuðu
þjóðfrelsi?
Kannski að einhverju leyti. Orsakir þess að halla fór undan
fæti eftir stofnun konungsveldisins eru aðallega tvenns konar, seg-
ir Finnur. Annars vegar eru það gríðarlegar náttúruhamfarir, en
líka fjarlægð Íslands frá miðju veldisins. Ágætir konungar stóðu í
stríði og voru uppteknir, skiptu sér lítt eða ekki af Íslandi. Og yf-
irvöldin sem þeir sendu hingað gerðu lítið gagn. Þetta segir hann í
yfirliti um árin frá falli þjóðveldisins til siðbótarinnar. En þessi
skoðun þarf ekki að benda til hugmynda um ágæti þjóðfrelsis,
heldur aðeins til hugmynda um hagstæðari skipan konungs á mál-
um Íslendinga. Þegar hafði örlað á þessum hugmyndum hjá Arn-
grími. Og þeim átti vitaskuld eftir að vaxa ásmegin.
Hugmyndin um frelsi Íslendinga á þjóðveldisöld varð um síð-
ir að hugmynd um þjóðfrelsi Íslendinga. Þá hugmynd er hins veg-
svavar hrafn svavarsson284 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 284