Skírnir - 01.09.2006, Side 41
ríki hverfi frá þessu stjórnarformi og stofni til lýðræðis og höfð-
ingjaveldis, en „að lokum hafa þau horfið til lögmætra konungs-
velda sem eru samhljóma gervallri náttúrunni, nema á örfáum
stöðum“. Ástæðan fyrir þessari tilhneigingu er sú „að mennirnir
sem tilheyra miðsvæðunum47 eru fæddir til athafna … Þess vegna
telja þeir að allir séu þeir verðugir valdsins. Einkum á þetta við
vestræna menn, sem fá ekki auðveldlega umborið einvaldskúgun
[tyrannidem], þar eð þeir taka austrænum mönnum fram að mik-
illæti [animi magnitudine]. Þess vegna neyða þeir ýmist sjálfa
kóngana til að lúta lögum (en ekkert guðdómlegra verður kosið)
eða þeir reka kúgara frá völdum og stofna til lýðræðis eða höfð-
ingjaveldis“ (224–25=216–17). Danmörk er síðar nefnd sem dæmi
um konungsveldi sem sé í raun dulbúið höfðingjaveldi (279–80=
264).
Bodin leitar grimmt til fornmanna, enda eru skrif þeirra full af
vangaveltum um þjóðareinkenni sem skýra mátti með landa-
fræði.48 Og sjálfur hafði Bodin mikil áhrif, meðal annars á
Montesquieu, sem tileinkaði sér þessa sameiginlegu sýn Bodins og
fornmanna, ekki síst Aristótelesar, á „caractère national“.49 Fræði-
mönnum 18du aldar var tíðrætt um þjóðareinkenni og berast þá
böndin að rómantíska heimspekingnum Herder, áhrifavaldi innan
íslenskrar þjóðernisstefnu 19du aldar, sem ekki síst má nálgast sem
andstæðing upplýsingarinnar.50 Til að skilja mannfólkið þarf að
skilja einstaklinga og einstakar þjóðir sem bæði ljá mönnum sér-
kenni sín og búa sjálfar yfir sérkennum, þjóðaranda. Í vissum
skilningi var Herder ekki pólitískur þjóðernissinni, því hann hélt
hugmynd um sjálfstæði íslendinga 287skírnir
47 Þessi landafræði er skýrð í fimmta kafla Methodus. Hún er býsna lærð og flók-
in. Ísland kemur við sögu sem forðabúr brennisteins.
48 Sjá til dæmis Isaac (2004: k. 1), og um húmanistana, til dæmis Hertz (1966:
292–95).
49 Sjá Berlin (2001: 140–41). Lucien Febvre segir um hugmynd Montesquieus um
áhrif landafræði á þjóðareinkenni: „Hún er Bodin, endurskoðaður, leiðréttur,
og töluvert stækkaður, en aldrei annað en Bodin“ (1925: 113); haft eftir B.
Reynolds í Bodin (1966: xiin4). Skuld hans við hugmynd Bodins um landfræði-
leg áhrif á mótun þjóðareinkenna er sérstaklega áberandi í Anda laganna, sbr.
Bell (2001: 144–45).
50 Berlin (2001: 9–13). Almennt um Herder og þjóðernishyggju hans, sjá Berlin
(1976: 143–216).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 287