Skírnir - 01.09.2006, Page 42
að þjóðir mættu dafna hlið við hlið og þess vegna innan sömu rík-
isheildar. Hver þjóð bjó yfir sinni menningu sem hver var dýrmæt.
Hins vegar hafnaði hann þeim þætti upplýsingarinnar sem kvað á
um algilt bræðralag manna, heimsborgarahyggju. Og að svo miklu
leyti sem hann gerði það býr hann jarðveginn undir þjóðernis-
hyggju, sem dafnar nokkru síðar í meðförum manna eins og
Fichtes. Herder notar óspart hugtök eins og „Nationalgeist“,
„Seele des Volkes“ og „Genius des Volkes“.51 Og þessi þjóðarandi
skyldi vera frjáls til að þjóðin fengi að dafna, enda gæti hún ekki
dafnað nema þjóðarandinn væri frjáls, nema einkenni þjóðar nytu
sín.52 Þessi hugmynd um frelsi er önnur en hugmynd upplýsing-
arinnar, til dæmis eins og hún birtist hjá Rousseau. Hann telur að
þjóðin dafni þegar fullvalda og frjáls vilji borgarans brjótist fram í
þjóðríkinu. Herder boðar þjóðernishyggju sem álítur þjóðina vera
lífræna heild sem dafni þegar þjóðmenningin dafni, og það geti
hún ekki nema hún sé frjáls. Og þannig fullnægi þjóðerniskennd-
in djúpri þörf mannsins eftir samhengi.53
Báðar þessar hugmyndir um frelsi eru ólíkar hugmyndum
húmanista, en hugmynd upplýsingarinnar sýnu meir. Því róman-
tíska hugmyndin rúmar hugmyndina um frelsi sem þjóðarein-
kenni, og það er þessi hugmynd sem gengur í gegnum skrif lær-
dómsmanna frá Arngrími til Finns.54 Minnumst orða Arngríms er
hann sagði að farsæld Íslendinga hafi framar öllu byggst á sjálf-
stæði þeirra (188=213), að frelsisþráin hafi búið í brjóstum þeirra,
höfnun á yfirgangi Haralds hárfagra (17–18=88–90). Höfum hug-
fasta skuld hans við Bodin. Höfum líka hugföst orð Finns, sem
svavar hrafn svavarsson288 skírnir
51 Sjá Berlin (1976: 181–82).
52 Sigríður Matthíasdóttir (1995) hefur sett hugmyndir Herders og Fichtes í ís-
lenskt samhengi.
53 Sjá Margalit (1997: 76–79) um samanburð á Herder og Rousseau.
54 Þjóðarandinn þrífst ekki bara á frelsi heldur einnig tungumáli. Þessa hugmynd
má finna hjá Herder, en þangað er hún komin að miklu leyti eins og hinar frá
húmanistunum. Og að svo miklu leyti sem Herder er áhrifavaldur innan ís-
lenskrar þjóðernishyggju 19du aldar, hefur hann áhrif á skoðanir Íslendinga á
mikilvægi íslenskrar tungu (fyrir þjóðarandann). Þess vegna kemur ekki á óvart
að sömu áherslu á tungumálið er að finna hjá Arngrími lærða og Fjölnismönn-
um, þó að sögulegt samhengi sé gerólíkt.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 288