Skírnir - 01.09.2006, Síða 43
hljóma svo einkennilega herderísk, um íslenskan þjóðarkarakter
(nativus character) og anda íslenskrar þjóðar (nationis genius),
sem hann síðan útskýrir á sama hátt og Arngrímur. Allt virðist
benda til þeirrar hugmyndar að frelsi sem þjóðareinkenni, ekki
þjóðfrelsi, búi að baki mikilfengleika Íslendinga. Þessi hugmynd á
greiða leið inn í umræðu Íslendinga á 19du öld. Sams konar hug-
mynd um frelsi norðursins átti jafngreiða leið inn í umræðu 18du
aldar á Norðurlöndum.55 Í ljósi þeirrar þjóðernishyggju sem þá er
orðin til er ekkert eðlilegra en að frelsi sem þjóðareinkenni teng-
ist hugmyndinni um þjóðfrelsi. Eftir stendur þó að orð Arngríms,
sem vísað var til í upphafi greinarinnar, um aðdáunarvert sjálfstæði
Íslendinga, eiga að líkindum fátt skylt með hugmyndum þjóðern-
issinna um Ísland sem sjálfstæða þjóð.56
Tilvísanir
Kwame Anthony Appiah, Cosmopolitanism: Ethics in a World of Strangers (New
York: Norton, 2006).
Arngrímur Jónsson, Crymogæa. Þættir úr sögu Íslands. Jakob Benediktsson þýddi
(Reykjavík: Sögufélag, 1985).
David A. Bell, The Cult of the Nation in France: Inventing Nationalism 1680–1800
(Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 2001).
Isiah Berlin, Vico and Herder: Two Studies in the History of Ideas (Lundúnum:
Hogarth Press, 1976).
hugmynd um sjálfstæði íslendinga 289skírnir
55 Það voru fleiri en Íslendingar sem á 18du öld tileinkuðu sér þessa gömlu hug-
mynd um frelsi norðursins. Þetta gerðu Skandínavar og fundu fyrirmyndina,
eins og Íslendingar sjálfir, í íslenska þjóðveldinu. Þetta er ekki þjóðfrelsi, held-
ur umfram allt frelsi bóndans undan yfirvaldi. Þessi norræna hugmynd er hluti
menningarlegrar þjóðernishyggju, sem aftur hefur áhrif á pólitíska þjóðernis-
hyggju 19du aldar, vafalaust bæði í gegnum upplýsinguna og rómantíkina.
Danir settu hugmyndina fram skýrt og greinilega á síðari hluta 18du aldar sem
hluta af hugmyndum um bætta landbúnaðarstefnu. Paul-Henri Mallet hafði
gert slíkt hið sama og meðal annars notað Arngrím Jónsson og Þormóð Torfa-
son sem heimildir. Um þessi skrif, sjá Horstbøll (væntanlegt 2007). Verk Mal-
lets, Introduction a l’Histoire de Dannemarc, frá 1755, var þýtt á ensku árið
1770 og hafði töluverð áhrif á hugmyndir Englendinga um upprunalegt frelsi
norðursins. Um þá sögu og tilvísanir í önnur rit, sjá Sigrúnu Pálsdóttur (2006:
65–80).
56 Kærar þakkir til Gunnars Harðarsonar, Ragnheiðar Kristjánsdóttur, Gott-
skálks Þórs Jenssonar og lesara Skírnis fyrir aðstoð og ábendingar
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 289