Skírnir - 01.09.2006, Page 48
ÞORVALDUR GYLFASON
Risarnir eru vaknaðir:
Indland og Kína
Ágrip
Hagvaxtarfræðin bregður birtu á vaxtarferla Indlands og
Kína aftur í tímann. Löndin tvö eru gríðarstór, en þróunarstefna
þeirra og þróunarferlar virðast eigi að síður lúta sömu lögmálum
og gilda í öðrum smærri löndum. Þau ráð, sem duga annars stað-
ar, duga einnig í Indlandi og Kína. Hagstjórn og stofnanir, sem ýta
undir fjárfestingu, stöðugt verðlag, erlend viðskipti, menntun,
heilbrigði, fjölbreytni, lýðræði og fjölskylduáætlanir örva einnig
hagvöxt, því að þetta eru leiðir til þess að byggja upp ólíkar teg-
undir fjármagns til að knýja vöxtinn áfram til langs tíma litið. Ind-
land hefur í flestum greinum vaxið hægar en Kína síðan 1960. Ind-
landi hefur ekki tekizt að draga úr fólksfjölgun, en Kínverjar hafa
þverskallazt við kröfum almennings um aukið lýðræði. Kína
þarfnast lýðræðis ekki síður en Indland þarf að hægja á fólks-
fjölgun.
I. Inngangur
Þessari ritgerð er ætlað að bera saman þróunarstefnu og þróunar-
ferla risanna tveggja í Asíu, Indlands og Kína. Tvær meginleiðir
eru færar að þessu marki. Önnur leiðin er að skoða hvort land
fyrir sig lið fyrir lið og gefa sér það, að bæði séu löndin svo gríð-
arstór og svo einstök að allri gerð, að samanburður við önnur
smærri lönd væri gagnslítill og því tilgangslaus. Ýmsar gaumgæfi-
legar athuganir af þessu tagi hafa birzt á prenti að undanförnu (sjá
t.d. Krueger, 2002; Lardy, 2003), og einnig nokkrar samanburðar-
rannsóknir, þar sem reynslu landanna tveggja er lýst í grófum
Skírnir, 180. ár (haust 2006)
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 294