Skírnir - 01.09.2006, Side 51
framleiddu á Indlandi, til Kína í skiptum fyrir kínverskt te, sem
Breta þyrsti í. Innrás Japana í Kína 1937 og síðan blóðugt borgara-
stríð og stjórnarbylting kommúnista 1949 slævðu áhuga kín-
verskra stjórnvalda á því að tengjast umheiminum traustari við-
skiptaböndum. Reynsla Indverja af Austur-Indíafélaginu, sem réð
lögum og lofum á Indlandi um langt skeið, áður en það „afhenti“
brezku krúnunni landið til yfirráða 1857, lagði með líku lagi lam-
andi hönd á innflutning erlends framkvæmdafjár til Indlands og
aukningu erlendra viðskipta. Þessar söguskýringar bregða birtu á
það, hvers vegna frívæðing erlendra viðskipta í löndunum tveim
lét svo lengi á sér standa. Í annan stað hófu Indland og Kína mark-
aðsumbætur sínar við ákjósanleg skilyrði að því leyti, að hvorugt
landið þurfti að bera þunga skuldabyrði frá fyrri tíð, en níðþung
skuldabyrði hefur sligað mörg Afríkulönd og haldið aftur af hag-
vexti þar í álfu allar götur síðan þau urðu sjálfstæð. Hagvöxtur er
auðveldari, þegar ávextir umbótanna haldast heima fyrir og renna
ekki að hluta til útlanda til greiðslu vaxta og afborgana af erlend-
um lánum. Efnahagsumbæturnar hófust fyrr í Kína (1978) en á
Indlandi (1991) og hafa því staðið tvisvar sinnum lengur í Kína en
á Indlandi, og þær hafa auk þess verið hraðari í Kína og rist dýpra.
Í þriðja lagi búa bæði löndin að langri strandlengju, sem hefur
flýtt fyrir og auðveldað stórsókn í átt til aukinna viðskipta og
samgangna við önnur lönd, eftir að bæði löndin opnuðu landa-
mæri sín (Sachs, 2005). Í fjórða lagi býr mikill fjöldi Indverja og
Kínverja í útlöndum fjarri heimahögum og við mun betri kjör en
flestum bjóðast heima fyrir, og margir þessara útflytjenda eru
boðnir og búnir að hjálpa til að greiða fyrir umskiptunum heima
á Indlandi og í Kína með því að leggja fram fé til fjárfestingar eða
með því að flytja heim. Allir þessir þættir hafa lagzt á eitt um að
örva hagvöxtinn á Indlandi og í Kína langt umfram það, sem ýmis
önnur þróunarlönd eiga kost á, einkum Afríkulöndin.
II. Fjárfesting, verðbólga, útflutningur og menntun
Hvaða stærðir ráða mestu um hagvöxt og þarfnast því skoðunar
við mat á vexti og viðgangi Indlands og Kína á liðnum árum?
risarnir eru vaknaðir 297skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 297