Skírnir - 01.09.2006, Side 52
Helztu gangráðar hagvaxtar um heiminn eru (a) sparnaður og fjár-
festing til að byggja upp fjármagn til framleiðslunota; (b) mennt-
un, heilbrigðisþjónusta og fjölskylduáætlanir til að byggja upp og
bæta mannauðinn; (c) hagstjórn og stofnanir, sem stuðla að stöð-
ugu verðlagi og nægilegri fjárdýpt; (d) útflutningur og innflutn-
ingur á vörum, þjónustu og fjárskuldbindingum til að laða erlent
fjármagn til framkvæmda; (e) efling lýðræðis og þokkalegs jafnað-
ar í tekju- og eignaskiptingu og ráðstafanir gegn spillingu til að
efla og bæta félagsauðinn; og (f) aukin fjölhæfni í atvinnulífinu til
að draga úr vægi landbúnaðar og náttúruauðlindaútgerðar og
skjóta fleiri og styrkari stoðum undir efnahagslífið.1 Lítum nú á
þessa gangráða hagvaxtarins á Indlandi og í Kína lið fyrir lið.
Mynd 2 sýnir þróun vergrar innlendrar fjárfestingar miðað við
VLF frá 1960 til 2004. Myndin sýnir hæga aukningu á Indlandi, þar
sem fjárfestingarhlutfallið hefur sveiflazt milli 20% og 25% af VLF
síðan 1980. Myndin sýnir einnig mun örari aukningu fjárfestingar
miðað við VLF í Kína, þar sem fjárfesting hefur sveiflazt milli 35%
og 45% af VLF síðan 1978. Mikil fjárfesting hefur því haldizt í
hendur við mikinn hagvöxt í Kína. Kínverjar þurfa að verja tvisvar
sinnum hærra hlutfalli framleiðslu sinnar til fjárfestingar en Indverj-
ar til að halda upp tvisvar sinnum meiri hagvexti. Ríkisbankarnir í
Kína hafa þurft að taka á sig mun meiri útlánatöp en indverskir
bankar, og staða kínversku bankanna er að því skapi veikari eða
a.m.k. ótryggari, svo sem hætt er við í ríkisbönkum, sem láta stjórn-
málasjónarmið stundum ráða útlánaákvörðunum sínum frekar en
arðsemissjónarmið. Eigi að síður virðist Kína að ýmsu leyti bjóða
upp á vinsamlegra viðskiptaumhverfi en Indland. Það tekur 41 dag
í Kína að afla nauðsynlegra leyfa til að stofna fyrirtæki, en 89 daga
á Indlandi. Verg erlend fjárfesting hefur einnig aukizt í báðum lönd-
um. Á Indlandi jókst hún úr engu árin eftir 1990, enda var hún þá
óleyfileg samkvæmt lögum, upp í næstum 1% af VLF 2003, og í
þorvaldur gylfason298 skírnir
1 Þessum þáttum og framlagi þeirra til hagvaxtar um heiminn er lýst t.d. í bók höf-
undar, Principles of Economic Growth, Oxford University Press, Oxford og
New York, 1999. Inngangskafli bókarinnar er til í íslenzkri þýðingu undir heit-
inu „Að vaxa í sundur”; sjá ritgerðasafn höfundar, Framtíðin er annað land, Há-
skólaútgáfan, Reykjavík, 2001, 17. kafli.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 298