Skírnir - 01.09.2006, Page 54
Kína jókst hún upp í 5% af VLF 2004. Kínverjar hafa þannig laðað
til sín miklu meira fjármagn erlendis frá en Indverjar, ekki sízt með
samstarfsverkefnum erlendra og innlendra fyrirtækja.
Á mynd 3 sést, hvernig fjárvæðingu efnahagslífsins hefur und-
ið fram í báðum löndum. Peningamagn í umferð (M2) hefur auk-
izt hægar miðað við VLF á Indlandi en í Kína, en þar var hlutfall
peningamagns og landsframleiðslu 2003 hærra en nokkurs staðar
annars staðar um heiminn nema í Hong Kong og Líbanon. Lítil
verðbólga í Kína skýrir þennan mun að hluta; þar hækkaði verð-
vísitala VLF um 3% á ári að jafnaði frá 1961 til 2003 á móti nærri
8% árlegri verðbólgu á Indlandi. Peningamagn í umferð endur-
speglar öðrum þræði fjárdýpt eða fjárþroska: sé ekki nægt fé í um-
ferð til að smyrja hjól atvinnulífsins tilhlýðilega, byrjar hagkerfið
að hökta eins og olíulaus vél. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja í
Kína jókst úr engu 1991 í næstum 50% af landsframleiðslu 2003.
Talan fyrir Indland er svipuð, eða tæplega 50%.
Mynd 4 sýnir þróun útflutnings á vörum og þjónustu miðað
við VLF frá 1960 til 2004. Útflutningur Indlands hefur aukizt úr
5% af VLF um og eftir 1960 í 15% 2004. Útflutningur frá Kína
hefur á hinn bóginn vaxið úr enn lægra upphafsgildi upp í næstum
35% af VLF, og það er há tala í svo stóru landi, því að stór, þ.e.
mannmörg, lönd þurfa yfirleitt minna á erlendum viðskiptum og
fjárfestingu að halda en önnur smærri lönd.2 Indverjar framleiddu
næstum alla bílana sína sjálfir um langt árabil í skjóli hárra toll-
varnarmúra. Þetta er nú að breytast, en ekki eins hratt og í Kína,
þar sem mörg erlend bílafyrirtæki hafa sett upp verksmiðjur til að
framleiða bíla fyrir ört vaxandi heimamarkað, enda eru Kínverjar
nú í óða önn að flytja sig af reiðhjólum yfir í bíla, og einnig til út-
flutnings. Skattheimta af erlendum viðskiptum nam 9% af tekjum
ríkisins í Kína 2001 á móti 16% á Indlandi.
Mynd 5 sýnir, hversu læsi fullorðinna kvenna hefur aukizt í
báðum löndum síðan 1960. Enn fáum við að sjá, að Kína hefur
þorvaldur gylfason300 skírnir
2 Þetta sjónarmið um öfugt samband milli stærðar landa og þarfa þeirra fyrir er-
lend viðskipti og fjárfestingu hefur þó trúlega minna vægi í fyrrverandi áætlun-
arbúskaparlöndum, eins og Kína var fram að 1978, en í markaðsbúskaparlönd-
um.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 300