Skírnir - 01.09.2006, Page 57
Indverjar — þ.e. tölvurnar sjálfar frekar en forritin í þær. Við þetta
er því að bæta að Indland var og er enn háðara náttúruauðlindum
en Kína. Ræktarland á mann á Indlandi 1960 var nærri þrefalt
meira en í Kína, svo að Kínverjar þurftu þeim mun frekar á því að
halda að fara vel með takmarkaðar auðlindir sínar. Suður-Kórea
og Taívan bjuggu að minna ræktarlandi en Kína, og borgríkin
Hong Kong og Singapúr enn minna: hagvöxturinn í þessum lönd-
um eftir 1960 hefur staðið í öfugu hlutfalli við flatarmál ræktar-
lands á mann. Borgir og borgríki eru jafnan hagkvæmari rekstrar-
einingar en dreifðar byggðir, m.a. vegna þess að náttúruauðlindir
geta reynzt vera blendin blessun.3
Stöldrum nú við til að draga niðurstöðurnar saman. Kínverjar
spara og fjárfesta meira en Indverjar, þeir laða til sín meira af er-
lendu fjármagni, þeir búa við minni verðbólgu og meiri fjárdýpt,
þeir flytja meira út og inn af vörum og þjónustu, þeir kenna fleiri
stúlkum að lesa og skrifa, þeir flytja mannafla sinn greiðar úr land-
búnaði yfir í iðnað, verzlun og þjónustu og þeir eiga minna undir
náttúruauðlindum. Það er því engin furða að hagvöxtur í Kína hafi
verið meiri en á Indlandi að undanförnu og sé það enn, þótt Kín-
verjar búi ekki við lýðræði – og nú skulum við snúa okkur að því.
III. Lýðræði, spilling, jöfnuður og frjósemi
Einn reginmunurinn á Indlandi og Kína er sá, að Indland er lýð-
ræðisríki, og Kína er það ekki. Stendur lýðræði í vegi fyrir vexti?
Tvær höfuðkenningar eru uppi um sambandið milli lýðræðis
og hagvaxtar. Í fyrsta lagi er hægt að líta á lýðræðisvæðingu sem
fjárfestingu í félagsauði. Með félagsauði er hér átt við traustið, sem
þegnar samfélagsins bera hver til annars, límið, sem heldur þjóð-
félaginu saman í sátt og friði og heldur hjólum atvinnulífsins gang-
andi líkt og vel smurðri vél og birtist í ýmsum innviðum sam-
félagsins og sjálfri samfélagsgerðinni. Hér er hugsunin sú, að
lýðræði efli samheldni og þá um leið hagkvæmni og hagvöxt með
risarnir eru vaknaðir 303skírnir
3 Sambandi náttúruauðlinda og hagvaxtar um heiminn er lýst nánar í „Náttúra,
vald og vöxtur“ í ritgerðasafni höfundar Viðskiptin efla alla dáð, Heimskringla,
Háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík, 1999, 28. kafli.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 303