Skírnir - 01.09.2006, Síða 58
því t.d. að tryggja vinnufrið í fyrirtækjunum og greiða fyrir frið-
samlegum stjórnarskiptum, þannig að vondar ríkisstjórnir þurfi
að víkja fyrir öðrum skárri í kjölfar frjálsra kosninga. Hér er þó
ekki allt sem sýnist. Aukin samheldni innan tiltekinna hópa getur
farið saman við aukinn fjandskap milli hópa. Hér er hugsanlega að
finna skýringuna á því, hvers vegna þróun í lýðræðisátt hefur all-
víða leyst úr læðingi aukna úlfúð milli ólíkra þjóðfélagshópa.
Kosningabarátta hefur sums staðar orðið að hálfgerðum vígvelli,
þar sem ein vond ríkisstjórn þarf að víkja fyrir annarri enn verri
(sjá Chua, 2003). Kosningarnar í Kongó 2006, hinar fyrstu í sögu
landsins, má hafa til marks um þennan vanda.
Í annan stað er hægt að halda því fram, að lýðræði geti hamlað
hagvexti með því að tefla stjórnmálum upp í hendur sjálfhverfra
hagsmunahópa, sem misnota völd sín og áhrif á kostnað almenn-
ings, m.a. til þess að sveigja hagstjórn og hagskipulag að eigin
þörfum og óskum í blóra við almannahag. Þetta getur t.d. gerzt, ef
þingmönnum er gert það skylt að greiða atkvæði um lagafrum-
vörp fyrir opnum tjöldum, svo að hagsmunahópunum er þá í lófa
lagið að fylgjast gerla með þingmönnunum og beita þá þrýstingi
eða jafnvel hótunum. Sé svo, getur lýðræði hamlað hagvexti. Hvað
sem öllu þessu líður, virðist hagvöxtur örva lýðræði (sjá Lipset,
1959). Af þessari stuttu lýsingu má ráða, að það er engin leið að
gera upp á milli þessara tveggja kenninga um lýðræði og hagvöxt
með fræðilegum bollaleggingum einum saman. Við þurfum að
kalla hagtölur og reynslurök til vitnis. Það segir sig sjálft, að lýð-
ræði er eins og önnur mannréttindi eftirsóknarvert í sjálfu sér
óháð sambandi þess við hagvöxt.
Mynd 6 sýnir þverskurðarsambandið milli algengs mælikvarða
á stjórnmálafrelsi og vaxtar þjóðarframleiðslu á mann frá 1965 til
1998. Frelsisvísitalan, sem sýnd er á láréttum ás, er meðaltal fyrir
hvert land árin 1972–1990 og er sótt til Przeworskis o.fl. (2000).
Vísitalan nær frá einum (óskorað frelsi) upp í sjö (lítið sem ekkert
frelsi). Hagvaxtarstigið hefur verið lagað að upphafstekjum hvers
lands með tilliti til þess, að í úrtakinu ægir saman ríkum löndum
og fátækum og fátæku löndin hafa að því leytinu betri vaxtarskil-
yrði en ríku löndin, að hin fátækari eiga enn eftir að færa sér í nyt
þorvaldur gylfason304 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 304