Skírnir - 01.09.2006, Page 60
myndinni er einnig marktækt í tölfræðilegum skilningi5 og rímar
vel við niðurstöður annarra athugana, þar sem hagvöxtur er rak-
inn saman við aðrar hagstærðir sem máli skipta, svo sem fjárfest-
ingu, menntun, upphafstekjur o.fl. Mynd 6 samrýmist því vel
þeirri skoðun, að lýðræði örvi hagvöxt og öfugt: þess sjást engin
merki hér að lýðræði standi í vegi fyrir vexti.6 Kína er útlagi á
myndinni. Stjórnmálafrelsi örvar hagvöxt, vegna þess að kúgun
leggur lamandi hönd á framtak, viðskipti og sköpunarmátt og ýtir
með því móti undir óhagkvæmni. Óskorað frelsi á þennan mæli-
kvarða þarf ekki að útheimta óheftan markaðsbúskap, heldur
samrýmist það vel blönduðum markaðsbúskap eins og í Evrópu.
Líku máli gegnir um spillingu. Af löndunum tveim virðist
Kína búa við minni spillingu: 27% stjórnenda fyrirtækja í Kína
líta á spillingu sem alvarlega hindrun á móti 37% á Indlandi
(World Bank, 2005). Spillingarvísitalan frá Transparency
International bendir til sömu niðurstöðu. Vísitalan nær frá einum
(útbreidd spilling) upp í tíu (engin spilling sem orð er á gerandi).
Einkunn Indlands 2004 var 2,8 (eins og í Rússlandi), og einkunn
Kína var 3,4 (eins og í Sádi-Arabíu). Þessi munur á spillingu á Ind-
landi og í Kína er ekki mikill að sjá og skiptir því varla miklu máli
fyrir hagvaxtarmuninn á löndunum tveim, sjá mynd 1. Eigi að síð-
ur virðast reynslurök byggð á þverskurðargögnum benda til þess,
að spilling standi í öfugu sambandi við hagvöxt um heiminn (sjá
t.d. Mauro, 1995). Mynd 7 sýnir sambandið milli spillingarvísitöl-
unnar árið 2000 og hagvaxtar á mann frá 1965 til 1998 á sama
kvarða og áður, sjá mynd 6. Flest lönd þokast hægt upp eða niður
eftir spillingarlistanum, svo að árið sem spillingarmælingin er gerð
skiptir sennilega ekki miklu máli hér; vísitalan er tiltölulega ný af
nálinni, svo að meðaltöl yfir löng tímabil eru ekki tiltæk. Mynd 7
rímar vel við þá skoðun að heiðarleiki hjálpi upp á hagvöxtinn, þar
eð spilling grefur undan hagkvæmni og hagvexti. Hækkun spill-
ingarvísitölunnar — þ.e. minni spilling — um fjögur stig frá einu
þorvaldur gylfason306 skírnir
5 Raðfylgnin á mælikvarða Spearmans er –0,62.
6 Przeworski o.fl. (2000) komust ekki að sömu niðurstöðu og hér er lýst, þeir
fundu ekkert marktækt samband milli stjórnmálafrelsis og hagvaxtar um heim-
inn.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 306