Skírnir - 01.09.2006, Page 62
hafi rösklega fjórum sinnum meiri tekjur en sá fimmtungur mann-
fjöldans, sem hefur minnstar tekjur. Ginistuðullinn í Kína er 45 og
samsvarar um tólfföldum mun á fimmtungunum tveim. Mynd 8
sýnir þverskurðarsambandið milli Ginistuðulsins og hagvaxtar á
mann eins og hann var mældur á myndum 6 og 7. Ginitölurnar
vísa til ýmissa ára eftir föngum. Myndin bendir til þess að jöfnuð-
ur glæði hagvöxt og öfugt: þess sjást a.m.k. engin merki í þessum
gögnum, að jöfnuður hamli hagvexti. Raðfylgnin er –0,50. Halli
aðfallslínunnar í gegnum punktaskarann á myndinni bendir til
þess, að aukning Ginivísitölunnar frá einu landi til annars um 12
stig, sem er munurinn á Indlandi og Kína, haldist í hendur við
samdrátt í hagvexti um einn hundraðshluta á ári. Kína er útlagi
eins og á myndum 6 og 7.
Þegar öllu er til skila haldið, virðist mismikil fjárfesting í fé-
lagsauði því ekki valda miklu um hagvaxtarmuninn á Indlandi og
Kína. Þvert á móti virðist munstrið, sem blasir við á myndum 6 og
8, benda til þess, að lýðræði á Indlandi og jöfnuður í tekjuskipt-
ingu þar ætti að sveigja hagvaxtarmuninn Indlandi í hag, ef eitt-
hvað er. Hér er þó að ýmsu öðru að hyggja. Indland er suðupott-
ur ólíkra kynþátta og trúarhópa langt umfram Kína, svo að óeirð-
ir hafa verið tíðari á Indlandi en í Kína. Á hinn bóginn er hægt að
halda því fram að öll ókyrrð sé bæld niður og kraumi undir oki
kommúnistastjórnarinnar í Kína, en fái að leika lausum hala á Ind-
landi í skjóli lýðræðis. Þess vegna þurfum við að leita annars stað-
ar að skýringunni á muninum á hagvexti Indlands og Kína. Þetta
leiðir röksemdafærsluna aftur að mannauði.
Til að hafa hemil á fólksfjölgun, sem er jafnan mikil í fátækum
löndum vegna þess að mörg börn á heimili eru þar víða talin vera
eins konar ígildi almannatrygginga, mörkuðu Kínverjar þá stefnu
1980 að eitt barn skyldi vera látið duga á hverju kínversku heim-
ili. Þessari stefnu var framfylgt með öfugum barnabótum, þ.e.
með því að leggja stighækkandi barnaskatt á fjölskyldur með tvö
eða fleiri börn. Stefnunni var að vísu breytt nokkrum árum síðar
á þá lund að hjónum var leyft að eignast tvö börn að því tilskildu,
að fyrsta barnið væri stúlka. Nú eru Kínverjar taldir vera 300
milljónum færri en þeir hefðu verið ella, og þetta örvar að sínu
þorvaldur gylfason308 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 308