Skírnir - 01.09.2006, Page 69
ar telji sig búa í litlu, rólegu og umfram allt öruggu samfélagi finn-
ast svartir sauðir inn á milli. Mannshvörf eru tíð hér á landi,
bankarán hafa færst í aukana, hvers konar kynferðisleg misnotk-
un er daglegt brauð og öðru hvoru berast fréttir af morðum. DV
tók saman nokkra eftirminnilega glæpi og glæpamenn.“ Þessu
næst eru afbrotamennirnir flokkaðir niður í bankaræningja, hvít-
flibbaglæpamenn, morðingja, eiturlyfjasmyglara og kynferðisaf-
brotamenn, auk þess sem fjallað er um afbrot sem aldrei komust
upp. Blaðið ætlar sér að svipta Íslendinga falskri öryggiskennd
sinni, enda leynast ógnirnar við hvert fótmál.
Margir glæpanna (morð, eiturlyfjasmygl, fjárdráttur og kyn-
ferðisafbrot) eru löngu orðnir gamalkunnir í íslensku samfélagi þó
að þeir hafi á árum áður ekki þótt jafn merkilegt fréttaefni, en
aðrir hafa hins vegar aldrei verið færðir í orð, jafnvel vart verið
upphugsaðir. Merkilegasti liðurinn í upptalningu DV eru manns-
hvörfin því að þau taka nú skyndilega á sig nýja og ógnvænlegri
mynd. Á síðustu áratugum hafa tugir einstaklinga horfið sporlaust
á Íslandi, en mannshvörf hafa hingað til aðeins í undantekningar-
tilvikum verið tengd glæpsamlegu athæfi (t.a.m. í Guðmundar- og
Geirfinnsmálunum á áttunda áratug liðinnar aldar). Mannshvörf á
Íslandi hafa fremur verið rakin til slysfara eða sjálfsvíga, svo ekki
sé minnst á óútreiknanlega veðráttu. Landið er líka stórt og víða
hægt að týnast. Eru blaðamenn DV að gefa í skyn að fjöldi Íslend-
inga hafi komist upp með morð eða að á meðal okkar leynist ís-
lenskur raðmorðingi, einstaklingur sem hefur fram að þessu ekki
verið til af þeirri einföldu ástæðu að tilvera hans hefur aldrei ver-
ið færð í orð?3 Rúmum mánuði eftir að DV birti greiningu sína á
glæpamönnum Íslands bætti blaðið við öðrum íslenskum afbrota-
flokki með greininni: „Nýr veruleiki barnamorða á Íslandi“ (DV,
5.6.).
Í landi þagnarinnar er illskan látin óáreitt vegna þess að þeir
sem vita betur forðast að spyrja réttu spurninganna og á meðan
dauðinn á forsíðunni 315skírnir
3 Fyrirsögn opnuviðtals við föður Valgeirs Víðissonar er: „Tel mig vita hverjir
myrtu son minn“ (DV, 26.6.). Valgeir hvarf sporlaust fyrir rúmum tíu árum og
á sömu síðu er greint frá því í annarri frétt að ekkert sé „vitað um afdrif rúmlega
40 Íslendinga“.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 315