Skírnir - 01.09.2006, Page 71
spekingurinn og menningarrýnirinn Mark Edmundson, en ég reif-
aði hugmyndir úr bók hans Nightmare on Main Street í fyrri hluta
þessarar greinar, telur Åsgard að með því að greina það sem marg-
ir myndu ranglega ætla jaðareinkenni á bandarísku þjóðlífi sé hægt
að fá fyllri hugmynd um raunverulegt samfélagsástand í Banda-
ríkjum nútímans.6
Á Íslandi virðist þróunin vera sú sama. Á síðustu þremur árum
hefur hver samsæriskenningin rekið aðra í íslenskum fjölmiðlum,
en hæstan sess skipa sögur af óeðlilegum ítökum viðskiptajöfra í
stjórnmálaflokkum (t.d. sögur af Jóni Ólafssyni og Samfylking-
unni) og sögur um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af stórfyrir-
tækjum (t.d. afskiptum Davíðs Oddssonar af lögreglurannsókn-
inni á Baugi og málum Jóns Ólafssonar). Nú er svo komið að fjöl-
miðlamenn grípa gjarnan fyrst til samsæriskenninga fremur en að
leita annarra og oft nærtækari skýringa. Þetta sást glöggt í nóvem-
ber 2005 þegar RÚV frestaði í einn sólarhring miklu uppgjörsvið-
tali Þórhalls Gunnarssonar við Jón Ólafsson athafnamann vegna
tæknibilunar, en Jón gagnrýndi Davíð Oddsson harkalega í viðtal-
inu. Forsíðufyrirsögn DV tveimur dögum síðar virðist hafna
tæknibilunarskýringunni en þar segir: „Elín Hirst og Kjartan
funduðu á Þremur frökkum í gær“ (DV, 16.11. 2005). Með því er
gefið til kynna að Elín, fréttastjóri Ríkissjónvarpsins, og Kjartan
Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi verið að
leggja á ráðin um það hvernig bregðast ætti við gagnrýni Jóns á
valdamenn í Sjálfstæðisflokknum. Þetta er ekki aðeins dregið fram
með því að gera hádegisverð tveggja einstaklinga að helstu frétt
blaðsins þennan dag, heldur einnig með því að segja þau hafa
fundað. Elín segir í fréttinni Kjartan vera gamlan vin sem hún hafi
hitt nokkrum sinnum í mánuði síðustu 20 árin, en öll umfjöllun
dauðinn á forsíðunni 317skírnir
6 Samsærisóttinn hefur veruleg áhrif á bandaríska samfélagssýn hvort sem horft er
til stjórnvaldsaðgerða eða skýringa almennings á atburðum líðandi stundar. Sem
dæmi má nefna að fimm árum eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin, 11. sept-
ember 2006, telja 36% Bandaríkjamanna líklegt eða nokkuð líklegt að bandarísk
stjórnvöld hafi sjálf skipulagt árásirnar, eins og kemur fram í skoðanakönnun
sem „fyrirtækið Scripps-Howard hefur gert og birt er í síðasta hefti bandaríska
tímaritsins Time.“ Sjá fréttavef RUV 11.9. 2006. [http://www.ruv.is]
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 317