Skírnir - 01.09.2006, Page 73
kemur ítrekað fram að tæknilegar ástæður hafi legið að baki
frestun viðtalsins sem síðan var birt í heild sinni daginn eftir, en öll
framsetning blaðsins gefur annað til kynna.10 Þetta var fréttin um
„ekki ritskoðun“ Ríkisútvarpsins.
Þagnar- og þöggunarfréttir DV skipta tugum og er það í sam-
ræmi við gotneska sannleiksorðræðu eins og áður hefur komið
fram. Við lesum um það að Davíð Oddsson þegi „um hótun gegn
umboðsmanni“ (DV, 15.5.),11 að DV birti „myndirnar sem þjóð-
in má ekki sjá“ (DV, 27.6.) af deilum um borðaskipan í mötuneyti
Alþingis og að Guðrún Pétursdóttir hafi þurft að gjalda fyrir
blaðagrein, sem eiginmaður hennar Ólafur Hannibalsson skrifaði,
með því að vera svipt stjórnarsæti í Nýsköpunarsjóði. Árni
Mathiesen sjávarútvegsráðherra var þar að verki segir Ólafur, en
bætir við: „Það er ekki alltaf hægt að greina fingraför þeirra enda
kunna þeir að lemja án þess að sjáist á fólki“ (DV, 4.5.). Skrif
fréttamannsins Ómars Ragnarssonar um virkjanaframkvæmdir á
hálendinu hafa einnig fyrirsjáanlegar afleiðingar. Þær vekja litla
lukku meðal valdamikilla aðila í landinu og við lesum um það
hvernig „Ómar neyddist til að skipta um útgefendur“. Í fréttinni
sjálfri kemur fram að heimildarmennirnir séu hræddir, eiginkon-
unni hafi verið hótað og farið hafi verið fram á að Ómari sé vikið
úr starfi (DV, 23.7.). Meira að segja fréttir af fjármálaóreiðu svína-
bónda taka á sig skuggalega mynd í umfjöllun blaðsins: „Leyni-
skýrsla lýsir spillingu svínakóngs“ segir á forsíðu (DV, 15.7.).
Ógnvænlegri eru yfirhylmingar sem varða heilsufar almenn-
ings, en þá reyna fyrirtæki, stofnanir eða heilbrigðisyfirvöld að
halda mikilvægum upplýsingum leyndum annaðhvort í þeim til-
gangi að skaða ekki ímynd sína eða í nafni samtryggingar. Fjöl-
dauðinn á forsíðunni 319skírnir
10 Birgi Guðmundssyni blaðamanni og lektor í fjölmiðlafræðum við Háskólann á
Akureyri fannst greinilega nóg um þennan fréttaflutning íslenskra fjölmiðla því
hann skrifaði harðorðan pistil í Fréttablaðið þar sem hann spurði m.a.: „Hvers
konar þjóðfélag bregst við tæknilegri bilun í sjónvarpi á þennan hátt? Standi
menn upp úr pólitísku skotgröfunum liggur í augum uppi að ástandið er orðið
sjúkt!“ (Fréttablaðið, 18.11. 2005).
11 Hér er ég ekki að draga í efa fréttirnar af samræðum Davíðs Oddssonar við
Tryggva Gunnarsson, umboðsmann Alþingis, enda voru í kjölfarið samdar sér-
stakar reglur um samskipti umboðsmanns Alþingis og stjórnvalda.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 319