Skírnir - 01.09.2006, Page 74
margar fréttir DV snúast um slíkar tilraunir, en hér verður að
nægja að vísa í eftirfarandi fyrirsagnir: „Smábarn drakk Trópí og
veiktist hastarlega: Vífilfell gerði lítið úr hættulegum svaladrykkj-
um“ (DV, 20.7. og 21.7.) og „Þagnarhjúpur ríkir um læknamistök-
in“ (DV, 8.6.). Í nafni almannaheillar leiðir DV síðan lesendur í
allan sannleikann um stöðu mála og kallar þá einstaklinga til
ábyrgðar sem láta sérhagsmunasjónarmiðin ráða ferðinni í stað
þess að bregðast af heiðarleika við alvarlegum atburðum.
Stundum teygja blaðamenn DV sig lengra en venjulega í leit
sinni að ógnvænlegu leynimakki. Í hrollvekjubransanum veit það
aldrei á gott þegar einstaklingar reyna að halda hættulegum smit-
pestum eða jafnvel drepsóttum leyndum. Nákvæmlega það gerð-
ist samkvæmt DV í febrúar 2004 þegar reynt var að þagga niður
frétt af hættulegri smitpest á leikskóla í Hafnarfirði. „Leikskóla-
veiki haldið leyndri“ (DV, 26.2.) lýsti blaðið yfir þegar í ljós kom
að tvö börn höfðu greinst með heilahimnubólgu á leikskólanum
Álfasteini. Það virðist litlu breyta þó að nákvæmar fréttir af heila-
himnubólgutilfellunum hafi birst í öllum fjölmiðlum, en sjálf
„fréttin“ af þögguninni er ekki síst forvitnileg fyrir þær sakir að
þar er á ferðinni gotnesk saga sem er ekki trúverðug á neinu grein-
ingarstigi, jafnvel ekki sem gotneskur spuni. Hér er fréttin í heild
sinni:
Tvö börn greindust með heilahimnubólgu á leikskólanum Álfasteini í
Hafnarfirði í gær og í fyrradag. Þau liggja nú á spítala og heilsast vel mið-
að við aðstæður, en einkenni þeirrar tegundar sjúkdómsins sem um ræð-
ir eru útbrot og húðblæðingar. Albert Vignir Magnússon, starfsmaður á
leikskólanum, vildi ekkert tjá sig um málið þegar DV óskaði upplýsinga.
Hann sagði að ekkert yrði sagt um málið og neitaði að gefa upp nafn leik-
skólastjórans. Ekkert bóluefni er til við heilahimnubólgunni.
Kona sem svaraði í síma á leikskólanum og kynnti sig með nafninu
Inga, en dró nafnið síðar til baka, sagði að leikstjóraskólinn væri ekki við
seinni partinn í gær. Samkvæmt heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar er leik-
skólastjóri á Álfasteini Inga Líndal Finnbogadóttir. Ekki náðist í hana í
gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Fréttin er afskaplega misheppnuð lýsing á þagnarsamsæri og er
fyrirsögnin í engu samræmi við efni fréttarinnar, eins og stundum
guðni elísson320 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 320