Skírnir - 01.09.2006, Síða 76
Frikki – Ég held að fólk lesi ekki stöffið mitt í DV. Það er eins og
það sé bara búið að fá alveg nóg af mínum samsæriskenningum!“
Svitinn sprettur út á enni Frikka sem enn heldur um símann (DV,
1.7.).14
Í sögunum af Sjonna og Frikka er Davíð Oddsson, þáverandi
forsætisráðherra, einn helsti andstæðingur blaðamannanna á DV
og hann svífst einskis í tilraunum sínum til að koma í veg fyrir að
blaðamennirnir sinni starfi sínu. Alls staðar liggja þræðirnir til
forsætisráðherrans, sem bannar t.d. Bush Bandaríkjaforseta (DV,
8.7.) og Schröder, kanslara Þýskalands (DV, 12.7.), að ræða við
blaðið. Leynimakk forsætisráðherrans kallar á gotneskar lausnir
eins og þegar Sjonni ákveður að búa til brúðu í líki Davíðs og
dundar sér við að stinga í hana nálum. Í framhaldssögu úr „Heimi
Sjonna“ sem birtist í lok júlí 2004 er alvarlegum veikindum Dav-
íðs, en hann gekkst undir uppskurð vegna æxlis í nýra auk þess
sem gallblaðran í honum var fjarlægð, snúið upp í mikinn brand-
ara þar sem forsætisráðherrann verður fórnarlamb svartagald-
urstilrauna Sjonna (sjá DV, 24., 26., 27. og 28.7.). Þegar Frikki sér
hvað Sjonni er að dunda sér við segir hann: „Þú ert alveg brjálað-
ur að vera að fikta með svona stöff, Sjonni.“ Sjonni hlær við og
svarar: „Hva, bara smá vúdú!“ Frikki bregst reiður við og er ekki
lengi að lesa rétt í hið gotneska samhengi: „Bara smá! Maðurinn
liggur á sjúkrahúsi!!“ Þegar Frikki og Sjonni togast á um dúkkuna
fellur hún á bólakaf ofan í bjórglas (DV, 26.7.) og bjórinn sogast
allur inn í hana. Lokamyndin í ræmunni daginn eftir sýnir Davíð
Oddsson haugafullan í rúmi sínu á spítalanum (DV, 27.7.). Botn-
inn datt skyndilega úr þessari framhaldssögu tveimur dögum síð-
ar og það er freistandi að álykta að ritstjórar DV, þeir Illugi Jök-
ulsson og Mikael Torfason, hafi áttað sig á því að þeir voru fyrir
löngu komnir út fyrir öll velsæmismörk. Svo er aldrei að vita nema
Jón Ásgeir hafi bara hringt í þá.
Teiknimyndasögurnar af Frikka og Sjonna eru tvíræð viður-
kenning á gotneskri veruleikasýn blaðsins. Þær staðfesta að flestir
guðni elísson322 skírnir
14 Í enn öðru dæmi um gotneska fyndni snýst brandarinn um það að vera andset-
inn, en þá situr önd á höfði Sjonna (DV, 17.7.).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 322