Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 79
5. Dauðinn á forsíðunni
Gotnesk hugsun snýst öðrum þræði um fallvaltleika tilverunnar,
um forgengileika og missi, um hætturnar sem leynast við hvert
fótmál gætum við ekki að okkur. Það er engin tilviljun að gotneska
stefnan sprettur upp á sama tíma og skammlífari systurgrein henn-
ar kirkjugarðsljóðið, en kirkjugarðsskáldin svokölluðu mæddust
yfir mannlegri tilvist og sneru athygli lesandans frá ljósi dags að
hryllingi grafarinnar. Helstu ljóð þessa skáldaskóla eru „Nætur-
verk um dauðann“ („Night-Piece on Death“, 1721) eftir Thomas
Parnell, ljóð Edwards Young „Hugleiðingar að næturlagi“
(„Night Thoughts“, 1742), „Gröfin“ („The Grave“, 1743) eftir
Robert Blair og síðast en ekki síst „Kirkjureiturinn“ eftir Thomas
Gray („Elegy Written in a Country Church-yard“, 1751), en
harmljóð Grays er þekktasta ljóð stefnunnar.20
Gray var mestur listamaður kirkjugarðsskáldanna, en jafnvel
hann gat stundum týnt sér í tilfinningalegu óhófi viðfangsefnisins
eins og sést í ljóði hans um Eton-skóla („Ode on a Distant
Prospect of Eton College“, 1747). Þar fylgist ljóðmælandi með
hópi kátra skólapilta í fjörugum leik og það leiðir hugann (eins og
alltaf í kirkjugarðshefðinni) að tilgangsleysi alls: „Grunlaus um
sinn illa skapadóm/ ærslast núna fórnardýrin smáu“ („Alas, regar-
dless of their doom,/ The little victims play!“) segir ljóðmæland-
inn og varpar fram þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að upplýsa
piltana um táradalinn sem bíði þeirra áður en gráðugur dauðinn
hrifsi þá til sín. En hann sér svo að það er óþarfi þar sem sorgin
vitjar ávallt að lokum sinna. Ekki þarf því að svipta drengina þeirri
fávísu sælu sem á þessari stundu fyllir hjarta þeirra. Einkunnarorð
ljóðsins koma frá Menander: „Ég er maður og það er nóg til að
láta sér líða illa.“
Dauðinn í öllum sínum ógnvænlegu myndum er viðfangsefni
blaðamannanna á DV. Á síðum blaðsins birtast fréttir af forgengi-
leika mannlegrar tilvistar, við lesum um alls kyns óhöpp og slys,
dauðinn á forsíðunni 325skírnir
20 Ljóðið er til í íslenskri þýðingu Einars Benediktssonar. Sjá Einar Benediktsson:
„Kirkjureiturinn“, Hrannir, Ljóðasafn II. Hafnarfirði: Skuggsjá, 1979, bls.
131–136.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 325