Skírnir - 01.09.2006, Page 84
hans (DV, 15.7.). Ef einhvers konar ofurmennishugmyndir vakna
ekki hjá lesendum við þessa frétt er erfitt að fyllast ekki hroll-
kenndri undrun eftir að hafa lesið lýsingar blaðsins á yfirheyrslun-
um yfir Hákoni, en hann neitaði lengi vel að hafa verið valdur að
dauða Sri og viðurkenndi ekki verknaðinn fyrr en eftir hálfsmán-
aðar gæsluvarðhald þegar lögreglan fékk loks staðfestingu á því að
blóðið sem fannst í íbúð hans væri úr Sri. „Hákon Eydal ískaldur
í klefa sínum,“ (DV, 21.7.) segir í frétt DV um yfirheyrslurnar og
ekki fer á milli mála að Hákon er enginn venjulegur glæpamaður:
„Hafa menn ekki lengi séð annað eins jafnaðargeð hjá gæsluvarð-
haldsfanga á Litla-Hrauni; það eina sem Hákon biður um utan
matmáls- og svefntíma eru sígarettur og kaffi.“ Verjandinn, Hilm-
ar Baldursson, hafnar í sömu frétt ítrekuðum lýsingum á stór-
felldri eiturlyfjaneyslu sakborningsins og segir jafnaðargeð Há-
konar vitnisburð um þau orð sín: „Ég hef oft séð stórneytendur
lyfja og fíkniefna í gæsluvarðhaldi og vanlíðan þeirra og frá-
hvarfseinkenni fara ekkert á milli mála. Hákon sýnir engin slík
merki þrátt fyrir fréttir þess efnis að hann hafi verið stórneytandi
kókaíns.“ Í frásagnarlegu samhengi fréttar DV er þó líklegt að þessi
orð verjandans hafi þveröfug áhrif og að lesendur sjái Hákon Eydal
sitja ískaldan í klefa sínum, með allt sveigt undir járnvilja sinn, meira
að segja fráhvarfseinkenni vegna stórfelldrar fíkniefnaneyslu.27
Dapurlegasta augnablikið í öllum fréttaflutningi DV af morð-
inu á Sri Rahmawati kom undir lokin eftir að Hákon Eydal hafði
játað glæpinn og vísað lögreglunni á lík barnsmóður sinnar. Blað-
ið hafði upp á 14 ára gömlum syni Sri og bað hann að lýsa því hvað
honum þætti um þessar lyktir mála. Fyrirsögn blaðsins af við-
brögðum unglingsins var þessi: „Sonur Sri saknar mömmu: Hatar
morðingjann“ (DV, 29.7.).
guðni elísson330 skírnir
26 Sjá t.d. opnugreinina „Frá Indónesíu til Íslands: Harmsaga Sri Rahmawati“
(DV, 10.7.).
27 Ein sérkennilegasta sagan sem DV flutti af Hákoni Eydal í júlí 2006 var fréttin
af því að Hákon léki forsætisráðherra (DV, 14.7.) í heimildarmynd Böðvars
Bjarka Péturssonar um ástandsárin á Íslandi sem væntanleg væri í ágústmánuði.
Enn sérkennilegri er þó ákvörðun ritstjóra DV að svipta hulunni af því að tón-
listin í kvikmynd Böðvars Bjarka sé úr orgeli Hallgrímskirkju: „Orgeltónar
Hallgrímskirkju í mynd meints morðingja“ (DV, 15.7.).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 330