Skírnir - 01.09.2006, Page 87
sig ýmsar myndir næstu mánuði. Heiðveig gekk í hlutverk þeirra
forvitru kvenna sem prýða síður íslenskra sagnaþátta þegar bátur
sem Grétar var háseti á sökk síðar um vorið rétt fyrir utan Grinda-
vík, en Heiðveig sá samkvæmt fréttum DV skipskaðann fyrir
(DV, 15.5.): „Ég hafði sagt við Grétar að báturinn myndi sökkva
— hann var alltaf að bila,“ sagði Heiðveig. Síðar um haustið mátti
svo lesa um „ástarþríhyrning í Héraðsdómi“ en nóttina sem Vai-
das lést dvaldi Grétar á hótelherbergi með Natöschu Elizabeth
samkvæmt frétt blaðsins. Forsíðufyrirsögnin er á þessa leið: „Hjá-
konan í örmum Grétars örlaganóttina: Ískuldi milli Natöschu og
Heiðveigar“ (DV, 19.10.).
Frásagnarháttur DV á þessum árum var gríðarlega ágengur og
kallaði gjarnan á viðbrögð þeirra sem hlut áttu að máli. Stundum
brugðust menn við með því að segja sína hlið á málinu og ásakan-
ir gengu þá oft á víxl í blaðinu í nokkra daga og stigmögnuðust
jafnvel upp í opinberar hótanir. Einstaka sinnum fann fólk sig
knúið til þess að mæta á ritstjórnarskrifstofurnar, en alvarlegasta
dæmið um slíkt var þegar „handrukkarinn“ Jón Trausti Lúthers-
son hélt þangað ásamt félögum sínum eftir að hafa reiðst frétta-
flutningi blaðsins (sjá DV, 21.10.). Stjörnublaðamaðurinn Reynir
Traustason, en svo var hann jafnan kallaður á DV, var tekinn
kverkataki í heimsókninni. Reynir, sem var fréttastjóri blaðsins á
þessum tíma, lýsti árásinni svo í heimildarmyndinni Skuggabörn
sem snýst um rannsóknir hans á íslensku undirheimalífi: „Ég finn
fyrir naglfari ribbaldans á hálsinum. Nú er ekki aftur snúið …“
Reyni er augljóslega brugðið eftir árásina en er reiðubúinn að
leggja allt að veði í nafni rannsóknarblaðamennskunnar.33
Aðeins tveimur dögum eftir opnuviðtal Heiðveigar í DV réðst
óþekktur hnífamaður á Grétar Sigurðarson. Fyrirsagnir blaðsins
dagana á eftir voru þessar: „Grétar stunginn á leið út úr 10–11“
(DV, 30.3.) og „Grétar kýldi hnífamann og rak hann á flótta“
(DV, 31.3.). Árásin fyrir framan kjörbúðina 10–11 sýndi að ótti
Grétars við hefndaraðgerðir rússnesk-lítháísku mafíunnar var á
dauðinn á forsíðunni 333skírnir
33 Skuggabörn. Þórhallur Gunnarsson og Lýður Árnason leikstýrðu. Ríkisút-
varpið — sjónvarp, 15. nóvember [Í einni sæng]
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 333