Skírnir - 01.09.2006, Page 92
inu, þar sem almenningur getur sent blaðinu upplýsingar um ná-
ungann gegn greiðslu, leiki grunur á því að einhver hafi óhreint
mjöl í pokahorninu, eða vilji fólk einfaldlega koma slúðursögum á
framfæri.
Í öflugum eftirlitsríkjum eru tvær meginleiðir til þess að fylgjast
með þegnunum. Önnur er sú að vera með leynilögreglu, hlerunar-
búnað og allt sem fylgir reglubundnum njósnum. Sú leið skilar þó
ekki tilætluðum árangri nema þegnarnir taki sjálfir þátt í eftirlitinu
og allir fylgist með öllum. Í öflugu eftirlitssamfélagi vinna því
hugmyndir Björns Bjarnasonar og ritstjóra DV saman að því að
opinbera þjóðfélagsmeinin. Þá ber aðeins að spyrja sig þeirrar
spurningar hvort hin hugsanlega hætta sem steðji að íbúunum
réttlæti eftirlitið og svo hvort grafið sé á nokkurn hátt undan frelsi
þegnanna með þeim aðgerðum sem ætlað er að tryggja öryggi
þeirra? Ekki er ólíklegt að málflutningur Björns og fréttaflutning-
ur DV auki á óöryggi íbúanna sem eru fullvissaðir um að veruleik-
inn sé ægilegri en þeir höfðu áður ætlað og að mikilvægt sé að
viðurkenna vandann og bregðast við aðsteðjandi ógnum sem
fyrst.
Markmið DV var eins og áður sagði að birta veruleikann allan,
ekki aðeins yfirborðið eða opinbera hlið mála. Ég hef þegar rætt
morðsögur blaðsins og þöggunarfréttir, en einnig má nefna lýsing-
ar á óbeisluðu kynlífi,39 frásagnir af nágrannaerjum og geðveiki,40
sögur af handrukkurum og öðrum ofbeldismönnum og síðast en
ekki síst fréttir blaðsins af barnaníðingum en þær skipta hundruð-
um. Svo að lesandi geri sér betur grein fyrir umfangi þessa mála-
guðni elísson338 skírnir
39 Þær eru fjölmargar en sem dæmi verður aðeins nefnd fréttin: „Lögreglunemi
rekinn fyrir kynmök á bargólfi“ (DV, 1.3.).
40 Fréttirnar af illskeyttum nágrannaerjum skipta einnig tugum á tímabilinu
2003–2005, en hér verða aðeins tvær nefndar sem dæmi. Í annarri fréttinni seg-
ir í röð fyrirsagna á forsíðu: „BÖRNIN Í KJARRHÓLMA 24 ÞORA EKKI
ÚT AÐ LEIKA SÉR. — Guðbjörg vill hjálp vegna geðsjúks nágranna. — Full-
ir kallar hlaupa naktir um stigagangana. — Kasta af sér þvagi og setjast upp á
íbúana. — Íbúarnir ákalla félagsyfirvöld í Kópavogi“ (DV, 23.8.). Hin forsíðu-
fréttin („Nágrannar í Fellunum hóta hvor öðrum lífláti“ – DV, 14.6.) er seríu-
grein þar sem Fannari Magga Birgissyni („Jórufellsmóra“) er fylgt eftir, öllum
nema honum til óblandinnar ánægju.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 338