Skírnir - 01.09.2006, Page 93
flokks í blaðinu er hér upptalning á slíkum fréttum frá marsmán-
uði 2004: „Þingvalla-Kruger barnaníðingur“ er haldið fram á for-
síðu (DV, 4.3.) og vísað til Howards Kruger, útlendingsins sem
vildi kaupa Hótel Valhöll á sínum tíma. Tveimur dögum síðar eru
í DV þrjár mismunandi fréttir af barnaníðingum, ein um Aron
Pálma sem situr af sér dóm fyrir níðingsskap í Texas, ein um það
að bandaríska alríkislögreglan hafi tekið upp nýjar aðferðir í bar-
áttu sinni við barnaníðinga með því að birta myndir af grunuðum
níðingum í sjónvarpi og á netinu og að lokum heilsíðufrétt af
Reedy-hjónunum sem rökuðu inn milljónum með sölu á barna-
klámi (DV, 6.3.). Tvær fréttir er að finna af réttarhöldunum yfir
belgíska barnaníðingnum Marc Dutroux: „Krefjast dauðarefsing-
ar yfir barnaníðingi“ segir um almenningsálitið í Belgíu (DV, 2.3.)
og viku seinna lesum við frétt af því hvernig Dutroux „Gaf stúlku
nauðgunarlyf og gróf hana lifandi“ (DV, 10.3.). Lesendum lærist
að ekki er einu sinni hægt að treysta þeim sem gegna ábyrgðar-
stöðum: „Barnaníðingur. Sérfræðingur lögreglu níðingur sjálfur“
(DV, 18.3.) segir í frétt frá miðjum mánuðinum og tveimur dög-
um síðar birtist fréttin „Prestur játar kynmök við dreng“ (DV,
20.3.). „Ég biðst vægðar,“ segir presturinn á síðum blaðsins en er
ekki bænheyrður. Umfjöllun um tvo barnaníðinga má finna á
sömu síðunni 26. mars: „Stærsta níðingsmál Íslandssögunnar“ og
„Níddist á stjúpdóttur nær daglega í 12 ár“. „Er barnaníðingur í
þinni fjölskyldu?“ er síðan spurt í opnuumfjöllun daginn eftir
(DV, 27.3.). „Barnaníðingar komnir í gemsana“ segir í stórri frétt
þremur dögum seinna og í sama blaði er frétt af Íslendingi sem var
handtekinn í Danmörku fyrir kynferðislega áreitni gegn fjögurra
ára stúlku („Lá og fróaði sér við leikvöll“ — DV, 30.3.). Síðasta
dag mánaðarins má svo finna fréttina: „Kennari hræðist Steingrím
Njálsson“ um hinn landskunna kynferðisafbrotamann (DV,
31.3.). Í sama mánuði er einnig nokkuð rætt um mál Arons Pálma,
íslenska drengsins í Texas sem fékk margra ára dóm fyrir níðings-
skap gagnvart þriggja ára dreng. Fyrirsögnin að fyrstu frétt blaðs-
ins um málið er á þessa leið: „Íslenskur drengur í fangelsi í Texas:
10 ára fangelsi fyrir læknisleik“ (DV, 6.3.). Síðar birtist frétt um
það að Aron Pálmi vilji heim til Íslands (DV, 11.3.), afi drengsins
dauðinn á forsíðunni 339skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 339