Skírnir - 01.09.2006, Page 97
Independent frá 30. júlí 2006 er gott dæmi um kvikmyndalega
heimsslitasýn. Hann ber nafnið „Suðumark“ og í honum eru
dregnar upp ægilegar afleiðingar gróðurhúsaáhrifa og er mynd-
málið sótt í heim nútímaafþreyingar: „Og ástandið á aðeins eftir
að versna. Loftslagsbreytingarnar eru hrollvekja sem bönnuð er
öllum yngri en 18 ára. Það sem við upplifum núna er kynningar-
sýnishornið fyrir alla aldurshópa“.44
Hugmyndir bresku skýrsluhöfundanna eru ekki nýjar af nál-
inni. Bandaríski heimspekingurinn Mark Edmundson ræðir vist-
fræðilegan hrylling í bók sinni Nightmare on Main Street frá 1997
og bendir réttilega á að við höfum vanist því að ræða náttúruna og
framtíð mannsins á jörðinni út frá heimsslitaforsendum. Hamfara-
kvikmyndir og náttúruverndarsamtök keppast við að sýna okkur
jörð á síðasta snúningi, þar sem mannskepnan er eins og banvænn
vírus í vistkerfinu.45 Þessi tilhneiging hefur ekki minnkað á síð-
ustu tíu árum eins og glögglega má sjá í bók Simons Pearson, The
End of the World: From Revelation to Eco-Disaster, en hann seg-
ir umræðuna um hryðjuverkaógnina rétt eins og hættuna af gróð-
urhúsaáhrifum einkennast af heimsendaorðræðu.46 Sama máli
dauðinn á forsíðunni 343skírnir
burtu þvert á vísindalegar vísbendingar og þá sem halda að ný tækni geti leyst
þann vanda sem mannkyni stafar af gróðurhúsaáhrifum. Einnig ber að hafa í huga
að skýrslan er orðræðugreining, ekki ástandsgreining og að í henni er hvergi dreg-
ið í efa að heiminum stafi hætta af loftslagsbreytingum. Hún er aðeins gagnrýnin
á þær leiðir sem farnar eru í því að ræða loftslagsbreytingarnar. Sjá frétt BBC:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/5236482.stm. Skýrsluna má nálgast á:
http://www.ippr.org.uk/publicationsandreports/publication.asp?id=485
44 Sjá: http://comment.independent.co.uk/leading_articles/article1204438.ece
45 Mark Edmundson: Nightmare on Main Street: Angels, Sadomasochism, and the
Culture of Gothic. Cambridge: Harvard University Press, [1997] 1999, bls. 27.
Ýmsir virtir einstaklingar hafa varið æsifréttastíl af þessu tagi þegar fjalla á um
umhverfismál og segja viðfangsefnið réttlæta umfjöllunina, því að þetta sé
öruggasta leið til að ná eyrum almennings og stjórnvalda. Ian Birrell ritstjóri
The Independent er fulltrúi þessara sjónarmiða í fréttinni á vef BBC sem vísað
var til hér að ofan.
46 Sjá Simon Pearson: The End of the World: From Revelation to Eco-Disaster.
London: Robinson, 2006. Magnús Þorkell Bernharðsson greinir sams konar
orðræðu í fyrirlestri sínum „Er dómsdagur í nánd?“ sem fluttur var á vegum
Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 11. september 2006, en þar ber Magn-
ús saman hugmyndir um endalok heimsins meðal ráðamanna í Íran og í Banda-
ríkjunum og ræðir hugsanleg áhrif þessara hugmynda á alþjóðastjórnmál.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 343