Skírnir - 01.09.2006, Page 106
þeirra sagna sem eru sagðar í fréttatímum, ekki síður en greina-
bundinn mannskilning í fréttaflutningi af hetjudáðum eða í sögum
um glæpi og ofbeldisverk. Mark Edmundson telur kvöldfréttirnar
stærsta áhrifavaldinn í þeirri gotnesku heimsslitasýn sem einkenn-
ir viðhorf Bandaríkjamanna til umheimsins:
Í fréttatímanum lærist okkur að óttast raðmorðingjann, þá sem níðast á
öðrum og misnota, geðsjúklinginn, brjálaða sprengjusérfræðinginn,
kjarnorkuslys, náttúruhörmungar, og allar hinar ógnirnar sem gotnesk
lífssýn kemur svo vel til skila. Það eru fréttirnar sem valda því að ólíkar
táknmyndir hins gotneska renna saman í heimsmynd. Samkvæmt Ed-
mund Burke má greina áfall sem vegur ekki að öryggiskennd okkar sem
ákveðið form fagurfræðilegrar upplifunar, en Burke tengdi það hinu upp-
hafna [the sublime]. Þó að sjónvarpshryllingur sé í vissum skilningi ör-
uggur, leiðir endalaus flaumur slíks efnis til þess að kvíði verður órofa
hluti af reynsluheimi almennings. Sjónvarpsfréttirnar skelfa ekki mikið,
en langtíma áhrifin gera okkur kleift að greina þær í ljósi gotneskrar
heimsslitasýnar.58
Enginn vafi leikur á því að ógnir selja. Fréttaflutningur í dagblöð-
um og sjónvarpi einkennist af miðlun hryllingssagna frá sérhverju
horni heimsins og áhrifamáttur þessara frásagna á mannskilning
okkar og veruleikasýn er án efa mikill eins og Edmundson bendir
á.
Af þeim sökum hefur aldrei verið mikilvægara en nú að við
komum okkur upp nothæfum greiningartækjum til að skilja bet-
ur forsendurnar sem búa að baki ólíkum frásagnarformgerðum
fréttamiðlanna. Slík greiningartæki gera okkur kleift að skilja bet-
ur þær sannleikshugmyndir sem ráðandi eru á hverjum tíma og
lesa gegn þeim ólíku frásagnarformum sem fanga ímyndunaraflið
um leið og þau stýra sýn okkar á veruleikann.
guðni elísson352 skírnir
58 Mark Edmundson: Nightmare on Main Street: Angels, Sadomasochism, and the
Culture of Gothic, bls. 30. Neal Postman kemur einnig inn á þetta einkenni
kvöldfréttatímans í bók sinni Amusing Ourselves to Death: Public Discourse in
the Age of Show Buisness. Hamondsworth: Penguin Books, 1986, bls. 87.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 352