Skírnir - 01.09.2006, Page 112
urinn og flýr og Jackson eltir og þá loks hefst lagið sem fjallar um
skelfingu og spennu, „Thriller“. Þau ganga um kvöldauðar götur
borgarinnar en ekki er allt með felldu því að fyrr en varir rísa
dauðir upp úr gröfum sínum og elta þau. Og skyndilega er
Jackson orðinn einn af uppvakningunum — þeir dansa. Stúlkan
flýr æpandi inn í hús með zombíurnar á eftir sér,3 en þegar skelf-
ingin rís sem hæst vaknar hún, Jackson hlær og segist ætla að fylgja
henni heim. Zombíudansinn var bara draumur. Þau ganga burt og
allt virðist eðlilegt á ný, en skyndilega snýr Jackson sér við og
horfir framan í myndavélina: Augu hans eru gul augu varúlfsins.
Þarna var söngvarinn þegar tekinn til við það ferli að breyta sér
úr svörtum strák í hvíta konu,4 og bæði fræðimenn og blaðamenn
gerðu sér leik að því að bera saman hamskipti hans og varúlfshlut-
verkið.5 Æ síðan hefur Jackson verið vinsælt dæmi þegar fjallað er
um fegrunaraðgerðir, Árni Björnsson lýtalæknir kallar hann til
dæmis „skrípi“ í greininni „Fegrunarlækningar“ í Flögð og fögur
skinn.6 Viðmið Árna er einfalt, manneskja sem hefur breytt líkama
sínum svo gersamlega getur ekki talist eðlileg lengur. Anne Bals-
amo, sem fjallar meðal annars um fegrunaraðgerðir í bók sinni
Technologies of the Gendered Body: Reading Cyborg Women
(1997), bendir hinsvegar á að hugmyndin um hinn eðlilega eða
náttúrulega líkama, sem er ómarkaður eða óskemmdur af aðgerð-
um annarra, sé óþarflega rómantísk og geti verið vafasöm.7 Lík-
úlfhildur dagsdóttir358 skírnir
3 Þessi hluti myndbandsins er greinileg vísun í kvikmynd George Romeros, Night
of the Living Dead (1968).
4 Sbr. Anne Balsamo (Balsamo 1997) sem ræðir í kaflanum, „On the Cutting
Edge: Cosmetic Surgery and the Technological Production of the Gendered
Body“ hvernig hvítt kvenmannsandlit er alltaf hið algilda fegurðarviðmið, óháð
kynþætti og kyni. Nánar verður vikið að sjónarmiðum Balsamo í lok greinar-
innar.
5 Sjá t.d. Skal 1994, bls. 315–320.
6 Árni Björnsson 1998.
7 Hér hefur Balsamo fyrst og fremst kvenlíkamann í huga í kjölfar þeirrar umræðu
að konur geri eða láti gera á sér ýmsar aðgerðir — lýtaaðgerðir og líkamsskreyt-
ingar — til að ‚eigna‘ sér líkama sinn. Sjá einnig Úlfhildur Dagsdóttir 1998b. Ég
álít að fyllilega sé hægt að heimfæra þetta á Michael Jackson, blökkumann sem
reynir að umskapa sjálfan sig sem hvíta konu og ná þannig valdi á þeim mark-
aðsöflum sem jaðra blökkufólk (og konur).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 358