Skírnir - 01.09.2006, Side 113
aminn getur ekki verið hrein náttúruafurð, til þess er hann of háð-
ur menningarlegum öflum, tákngervingu og ýmiskonar mótun
einstaklinga og samfélags. Líkaminn er því aldrei bara summa líf-
færa, hann er líka afrakstur skoðana okkar á honum og hugmynda
um hann.8 Þannig er líkaminn stöðugt mótaður bæði í orði og
verki. Nú á tímum líftækni og hraðra framfara í læknavísindum
hafa hugmyndir um hinn ‚eðlilega‘ og ‚náttúrulega‘ líkama orðið
æ áleitnari og því er mikilvægt að staldra við og gefa gaum þeim
menningarheimi, sem líkaminn hrærist í og er sprottinn upp úr, og
kanna sögu hans og táknfræði.
I „Vargljóðum vanur / á viðum úti“:
Líkami, tungumál, samfélag
Það er vinsæl myndlíking að sjá líkamann fyrir sér sem bók sem er
stöðugt verið að skrifa. Þessi líking er oft tengd ástum þar sem
elskendur skrifa ást sína á líkama hvort annars með atlotum.9 En
það er ekki aðeins í ritmáli sem líkaminn er umskrifaður og færð-
ur í form. Myndmál hverskonar leikur einnig lykilhlutverk í mót-
un líkamans líkt og ætti að vera augljóst í ímyndaiðnaði samtím-
ans, þar sem samfélagsþegnar fá stöðug skilaboð um æskilegt út-
lit. Þetta er ekki nýtilkomið, í gegnum tíðina hefur fólk jafnan ver-
ið að gera sér mynd af líkamanum, mynd sem síðan myndar lík-
amann. Þannig er líkaminn stöðugt ‚myndaður‘ í tvöfaldri merk-
ingu, að því leyti sem hann er viðfangsefni mynda af ýmsu tagi,
allt frá líffræðamyndum fyrri alda til kvikmynda nútímans, jafn-
framt er hann mótaður í þessum myndum, líkams(í)myndir hvers-
„úlfa krásir“ 359skírnir
8 Þetta er hin almenna niðurstaða fjölda fræðirita um líkamann sem birtust á átt-
unda, níunda og tíunda áratug tuttugustu aldar, en á því tímabili var mikil gróska
í fræðiskrifum um líkamann og merkingarheim hans. Sjá til dæmis Blacking
(1977), Polhemus (1978), Feher (1989), Featherstone, Hepworth og Turner
(1991) og Turner (1984).
9 Sjá t.d. Jeanette Winterson, Written on the Body (1992). Samslátturinn smitar
síðan út frá sér yfir á svið tungumálsins. Ég hef fjallað annarsstaðar um þessi
tengsl líkama og tungumáls, sjá Úlfhildur Dagsdóttir 1998a.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 359