Skírnir - 01.09.2006, Page 115
Body in Renaissance Culture (1995) fjallar hann um líkamann á
tímum endurreisnar. Í ritinu færir hann rök fyrir því að það sé
með líkskurðaráhuga endurreisnarmanna sem líkaminn verður
fyrst til sem sérstakt fyrirbæri, þar er hann byggður, færður í
form, kannaður og mótaður.12 Því má segja að saga líkamans —
eða allavega myndunar hans — hefjist með endurreisninni.13
Endurreisnin var tími uppgötvana, menn báru kennsl á hin
ýmsu líffæri og virkni þeirra og grundvöllurinn að nútímaskiln-
ingi okkar á líkamanum var lagður. Þegar líkskurðarmeistararnir
iðkuðu list sína var það yfirleitt frammi fyrir hópi áhorfenda og
þannig verða líkskurðarleikhúsin til. Í þessum líkskurðarleikhús-
um endurreisnarinnar er líkaminn tekinn í sundur og búinn til, lið
fyrir lið, líffæri fyrir líffæri, skoðaður, teiknaður upp og mótaður.
Sawday bendir á hvernig þessar líkamlegu uppgötvanir ollu því að
líkaminn var séður sem landsvæði á sextándu og fyrri hluta sautj-
ándu aldar, þeir heimspekingar og fræðimenn sem skoðuðu lík-
amann voru þá álitnir einskonar landkönnuðir. Þessar hetjur líf-
færafræðinnar fikruðu sig um líkamann og uppgötvuðu hin og
þessi líffæri og líkamsstarfssemi, og gáfu þeim nöfn sín alveg eins
og landkönnuðirnir („landslag yrði lítils virði ef það héti ekki
neitt“). Líkt og landkönnuðir samtímans ferðuðust fræðimennirn-
„úlfa krásir“ 361skírnir
12 Fleiri fræðimenn hafa fjallað um mikilvægi krufninga í myndun líkamans. Staf-
ford (1991) leggur einnig áherslu á það hvernig líkaminn mótast í augnaráði lík-
skurðarmeistara. Listin var mjög mikilvæg í þessu samhengi, eins og kemur
fram í bókum Sawday og Stafford, og helst í hendur við þessa hugmynd um að
mynda líkamann, gefa mynd af honum, sýna hann í myndlist.
13 Þó ber að hafa í huga að á miðöldum voru trúarlegar myndir af líkamanum
mjög áhrifamiklar. Þetta voru iðulega myndir af Kristi á krossinum eða dýr-
lingum og sýndu fyrst og fremst þjáningu. Þetta varð síðan nunnum og munk-
um til eftirbreytni með tilheyrandi ýktu meinlætalífi. Átröskunarsjúkdómar
eins og lystarstol hafa verið raktir aftur til áhrifa þessara líkamsímynda. Einnig
hefur verið fjallað um hvernig líkamshlutum og líffærum var gefin merking, en
slíkt tengist líka því hvernig persónuleiki var lesinn úr líkamanum. Slíkur lest-
ur á líkömum var mikilvægur þáttur í galdraofsóknum allt aftur til miðalda.
Merking líkamshluta hefur líka trúarlega skírskotun en Sawday ræðir hvernig
það þótti sjálfsagt að sundra líkama dýrðlinga og hafa sem helga dóma. Sjá
einnig Mazzio og Hilman (1997).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 361