Skírnir - 01.09.2006, Page 116
ir um ókunnugt og hættulegt landsvæði, en þarna birtist greinilega
hugmyndin um ógnina inni í líkamanum.14 Því óttinn sem um-
kringir líkamann er ekki einungis óttinn við sundrun hins dauða
líkama heldur líka óttinn við innra byrði líkamans. Ekki má held-
ur gleyma því að náttúruheimspekingurinn sem var að kanna lík-
amann var ávallt einnig að reyna að temja hann og er slík tamning
á líkama ávallt einnig tamning á samfélaginu. Það að glæpamenn
voru viðfangsefni krufninga er einmitt gott dæmi um ögun á lík-
ama sem ögun á samfélagi.15
Það er ekki ólíklegt að einhverjir af þeim glæpamönnum sem
krufðir voru hafi verið meintir varúlfar, en á sextándu öld kom
upp heilmikil varúlfaplága í Frakklandi. Ein kenningin um var-
úlfinn var sú að húð hans væri loðin að innan og hamskiptin færu
einfaldlega þannig fram að hann sneri loðnu hliðinni út. Hvort
líkskurðarmeistarar hafa átt einhvern þátt í að (af)sanna þetta er
ekki fyllilega ljóst — þó það sé sennilegt — en hinsvegar er ljóst
að hugmyndir fólks um hinn hamslausa líkama, eða réttara sagt
líkama sem hafði marga hami, gat skipt þeim og breyst í óargadýr,
endurspegla vel óttann við óreiðu innra byrðis líkamans. Galdra-
ofsóknir má þá sjá sem lið í því að temja þessa líkama, og þar með
hinn óhamda líkama alþýðunnar sem í myndmáli endurreisnar-
innar var táknmynd líkama og útlima ríkisins.16
Sawday leggur áherslu á að þrátt fyrir tilraunir til tamningar,
hvort sem það var innan líkskurðarleikhúsanna eða í kenningum
Descartes, sem endursköpuðu líkamann sem vélvirki en ekki lif-
úlfhildur dagsdóttir362 skírnir
14 Sawday 1995, bls. 23–28.
15 Fleiri en Sawday ítreka mikilvægi þessarar tamningar líkamans, sjá t.d. Douglas
(1966) og (1973) og Strathern (1996). Líkskurðurinn var álitinn einskonar fram-
haldsrefsing sem fólk óttaðist mjög. Það er áhugavert að skoða þetta atriði í
samhengi við rit Ruth Richardson, Death, Dissection and the Destitute (1987).
Richardson fjallar um hvernig þetta viðhorf hélst fram á nítjándu öld þegar lög
voru sett í Bretlandi um að lík þeirra sem dóu á fátækraheimilum væru afhent
læknum og læknanemum til krufninga. Samkvæmt Richardson var þetta enn
nátengt refsingum í hugum fólks og varð þess valdandi að fátæklingar forðuð-
ust þau skýli sem þeim stóðu til boða.
16 Um varúlfa, sjá Douglas 1992, Noll 1992, Summers 1933 og Woodward 1979.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 362