Skírnir - 01.09.2006, Page 118
En þessi ógnvænlega ímynd líkamans átti eftir að breytast eftir
því sem leið á sautjándu öldina. Hægt og hægt var hulunni svipt af
líkamanum, virkni hans varð þekktari og jafnframt breyttust við-
horfin til hans. Sawday tekur dæmi af málverki Rembrandts frá
árinu 1632, The Anatomy Lesson of Dr Nicolaes Tulp, þar sem lík-
skurðarmeistarinn sýnir hvernig sinar virka til að hreyfa fingur
handar. Myndin er einföld og að mestu laus við þann skrautlega
ævintýralega táknheim sem einkenndi líkamsteikningar fyrri
meistara.18 Á sama tíma er heimspekingurinn Descartes að móta
kenningar sínar um líkamann, en þar er líkaminn fjarlægður hinni
lifandi heimsmynd og endurskapaður sem vélvirki. Þannig víkur
líkaminn sem nýja landið, hið ógnvekjandi og heillandi land land-
könnuðanna, fyrir ímynd líkamans sem röklegrar vélar sem ein-
ungis starfar og virkar. Þennan nýja líkama átti síðan að greina og
skoða virkni hans á sama hátt og virkni véla er skoðuð. Þessi lík-
ami hefur ekkert sjálfstæði, ekkert ‚vit‘, hann er bara efni en ekki
lengur virkur þátttakandi í lífi einstaklingsins.19
Fræðifólk sem fjallað hefur um líkamann á síðustu áratugum,
er almennt sammála um að vera gagnrýnið á þennan aðskilnað
efnis og anda, hvort sem það eru femínistar að fjalla um tengsl lík-
ama og tungumáls eða félagsfræðingar að fjalla um það hvernig
samfélagið felur hinn sjúka hrörnandi líkama til að þurfa ekki að
horfast í augu við eigin dauðleika.20 Í bók sinni Body Thoughts
(1996) leggur mannfræðingurinn Andrew Strathern mikla áherslu
á að sú aðgreining sem nútímamaðurinn gerir milli líkama og sál-
ar eða sjálfs sé ekki heppileg.21 Hann vill auka meðvitund um það
úlfhildur dagsdóttir364 skírnir
18 Sawday 1995, bls. 148–158.
19 Sawday 1995, bls. 29.
20 Chris Shilling (1993) fjallar sérstaklega um óttann við dauðleikann, en hvað
varðar tengsl líkama og tungumáls má nefna rit Juliu Kristevu (1974), Luce
Irigaray (1977) og Jacobus (1986), greinar Hélène Cixous (1975) og Gatens
(1992). Einnig má nefna Peter Brooks (1993), George Lakoff og Mark Johnson
(1980) og Mark Johnson (1987).
21 Í endursögn virkar þetta óttalega klisjukennt, sérstaklega þar sem þessi um-
ræða er vinsæl hjá allskonar nýaldarfólki og birtist oft í einfölduðum sálfræði-
klisjum afþreyingarmenningarinnar. Nýlegt dæmi um hvað þessi hugsun er
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 364