Skírnir - 01.09.2006, Page 119
að vera líkamnaður, það er að segja, að vera sáttur í sínum líkama
og líta á hann sem órjúfanlegan hluta af sér, með sínum kostum
og göllum, dauðleika og umbreytanleika. Hugtakið líkamning
gefur líka til kynna að líkaminn sé eitthvað annað en þetta líf-
fræðilega ferli, hann er líka hugmyndir sem hlaðið er utan á hann,
hugmyndir um fegurð, hugrekki, líkan fyrir samfélagið.22 Í þess-
ari hugmynd um líkamningu býr alltaf einhver draumsýn um
heild, en Strathern bægir slíkri frá með því að ítreka að líkaminn
er ekki einn og ekki eitthvað eitt, það er talað um marga líkama,
kynferðislega líkamann, hrörnandi líkamann, þjáða líkamann,
tæknivædda líkamann — og þessir líkamar geta allir tilheyrt ein-
um og sama líkamningnum. Þó að þessar líkamslýsingar séu hug-
tök þá verður alltaf að skoða þau í sambandi við líkamann og lík-
amleika hans og þá einmitt að sýna meðvitund gagnvart því að
þessi fyrirbæri eru myndhverfð í líkamlegu formi.23 Strathern ít-
rekar einnig að líkamning feli í sér ákveðið afturhvarf til líkam-
legrar holdlegrar upplifunar og nautnar.24 Áherslan er því á upp-
lifun líkamans sem mikilvægs þáttar í lífi okkar, jafnframt því að
hlutgervingu hans er hafnað. Þessi hlutgerving birtist í nútíma-
samfélagi í formi líkamsræktar og fegrunariðnaðar sem miðar að
því að fella alla líkama í sama form. Markmiðið er að hafna slíkri
staðlaðri líkamsmótun og gera líkamann að geranda eða virkum
þátttakanda aftur.
„úlfa krásir“ 365skírnir
orðin algeng fann ég í vampýrumyndinni Blade: Trinity (2004), en þar er sál-
fræðingur nokkur að tala um að óttinn við vampýrur komi til vegna þessa að-
skilnaðar anda og efnis og óttans við efnið sem sprettur upp af því. Hinar
ímynduðu vampýrur séu sumsé afsprengi þessa ótta sökum þess að við höfum
firrst líkama okkar. Auðvitað er þetta afhjúpað sem bölvuð vitleysa, því að í
myndinni eru vampýrur til!
22 Strathern 1996, bls. 195–197.
23 Strathern 1996, bls. 196–197. Þessi áhersla á að halda hinu líkamlega til haga í
myndmáli líkamans er rauður þráður í þeirri umræðu sem einmitt hefur verið
gagnrýnd fyrir að aflíkama líkamann í ofuráherslu á að fjalla um hann sem
menningarlega, félagslega afurð, myndaðan og mótaðan í orðræðu. Sjá Úlfhild-
ur Dagsdóttir 1998a, og Hayles 1999.
24 Strathern 1996, bls. 198.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 365