Skírnir - 01.09.2006, Page 122
það sýnir fram á að líkt og Sawday vill telja eru enn á ferli leifar
endurreisnarhugmynda um að líkaminn sé vitundarvera í sjálfum
sér. Strathern lítur svo á að þetta sé raunar fremur jákvætt, að lík-
ami minn sé ég og ég sé líkami minn, að hann sé hluti af mér og
hafi merkingu í sjálfum sér.
Glæpasagan hefur að einhverju leyti tekið við þessari líkams-
könnun og þá undir nokkuð öðrum formerkjum, en þar er það
hin klíníska krufning sem er miðpunktur athyglinnar. Þetta mikla
aðdráttarafl krufningarinnar er sérlega áhugavert í hinu sögulega
samhengi sem Sawday ræðir, þar sem krufningar fóru fram í
þartilgerðum leikhúsum og tóku á sig mjög táknhlaðna mynd.26
Sjónvarpsþættir eins og hinar geysivinsælu CSI-seríur og hin
minna þekkta breska sería Silent Witness og glæpasögur Patriciu
Cornwell, svo dæmi sé tekið, snúast beinlínis um það að gefa inn-
sýn í leyndardóma líkamans. Munurinn er sá að nú er það ekki lík-
ami glæpamannsins sem er gluggað í, heldur líkamar fórnarlamba
þeirra.27 Hér er líka daðrað við hrollvekjuna en hin mikla áhersla
á hinn opna og sundraða líkama með tilheyrandi grafískum mynd-
skeiðum er augljóslega skyld líkamshryllingi. Jafnframt taka þætt-
ir einsog CSI á sig yfirbragð vísindaskáldskapar — ekki þó vís-
indafantasíu, heldur skáldskapar sem fjallar um sannleiksgildi og
hlutleysi vísindanna, en sú mynd sem gefin er af glæparannsókn-
um þar er afar klínísk og felst að miklu leyti í dútli við tilraunaglös
og tölvur. Svo virðist sem nýtt stigveldi lögreglumanna hafi
myndast, annarsvegar er það elítan, vísindamennirnir sem taka
sýni og leysa málin og hinsvegar einskonar fótgönguliðar þeirra
sem taka að sér að sækja og senda grunaða til yfirheyrslu og líf-
sýnatöku. Sú mikla trú sem þarna birtist á mátt líftækninnar til að
höndla sannleikann er ótrúlega gott dæmi um þá orðræðu sem
birtist í fjölmiðlum um líftæknina og einkennist af ógagnrýnininni
framfaratrú, mitt á tímum póstmódernismans sem hefur hvað
mest barist gegn slíkri sannfæringu. Það er því kannski ekki að
úlfhildur dagsdóttir368 skírnir
26 Sawday 1995, sérstaklega 4. kafli.
27 Nemendur mínir í fyrrnefndu námskeiði bentu mér á þennan viðsnúning á
hlutverki glæpamannsins í CSI-þáttunum.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 368