Skírnir - 01.09.2006, Page 123
undra að fræðimenn sem benda á að þessi vísindi séu ekki eins
trygg og af er látið fái lítinn hljómgrunn.28
Á sama hátt og CSI er glæpasaga með hrollvekju- og vísinda-
yfirbragði eru kvikmyndirnar Alien og The Fly ekki bara hroll-
vekjur, þær eru einnig vísindafantasíur með líftækniívafi. Segja má
að líftæknin hafi lengst af fylgt hrollvekjunni og þá sérstaklega
þeirri tegund hennar sem tengist vísindaskáldskap, en tvö þekkt-
ustu brautryðjendaverk í líftæknibókmenntum eru hrollvekjur frá
nítjándu öld, Frankenstein Mary Shelley (1818) og Island of Dr.
Moreau H.G. Wells (1896). Síðan hafa missturlaðir vísindamenn
gert tilraunir með líkama jafnt í hrollvekjum sem vísindafantasíum
og afkvæmi þessa ímyndunarafls hafa ekki aðeins verið afmynduð
og samsett skrímsli, heldur líka annarskonar tegundablöndun,
milli bókmenntagreina. Dæmi um þetta er Wolverine í myndsögu-
seríunni X-Men, en hann er klárlega útgáfa af varúlfinum.29 X-
Men er ofurhetjusaga sem hóf göngu sína árið 1964 en Wolverine
slóst í hópinn áratug síðar. Eins og í mörgum ofurhetjusögum er
heilmikið af þáttum úr vísindafantasíu í X-Men, en þeir eru hóp-
ur stökkbreyttra einstaklinga. Stökkbreytingarnar eru afleiðing
aukinnar geislavirkni og þær gera yfirleitt vart við sig um kyn-
þroskaaldur. Wolverine er ekki aðeins stökkbreyttur í einskonar
úlfmenni heldur hefur einnig verið gerð á honum líftækniaðgerð,
bein hans hafa verið þakin sérstökum málmi, adamantium, sem er
sérstaklega sterkur og sker í gegnum stál og stein.30 Slík aðgerð er
„úlfa krásir“ 369skírnir
28 Sjá Lewontin 2000, 5. kafla. Sjá einnig Lander (1992). Þó að þessi rit séu ekki
spánný þá er ljóst að erfðavísindin eru ekki komin nægilega langt til að geta
staðið undir þeim afgerandi úrskurðum sem birtast í þáttum einsog CSI.
29 Dýrið ‚wolverine‘ eða jarfi hefur reyndar næsta lítið með úlf að gera, en er hins-
vegar af marðarætt. Það er þó ljóst að Wolverine á að vera varúlfsútgáfa, og
heitið er því einfaldlega notað frjálslega. Því má bæta við að það hefur einnig
verið þýtt frjálslega, en yngri bræður mínir hafa sagt mér frá því að þeir undr-
uðust dálítið að þessi karlmannlega — en þó smávaxna — hetja var alltaf köll-
uð, úlfynja‘ í hasarblaðaþýðingum Siglufjarðarprentsmiðju. Niðurstaða þeirra
var sú að úlfynjur hlytu að vera grimmari karldýrunum! Mér finnst þetta gott
dæmi um þau margræðu hamskipti sem tengjast varúlfinum.
30 Þess ber að geta að málmur þessi er bara til í skáldskap.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 369