Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 127
byggðust á því að til sé eitthvað ‚rétt‘ og ‚rangt‘, til dæmis kyn-
hegðun, og hið ranga þurfi að leiðrétta. Í kenningunni felst að hið
‚rétta‘ byggir tilvist sína á hinu ‚ranga‘, því ef ekki er til frávik, þá
er ekki til norm.35 Því er þessi aðgreining ávallt dálítið hættuspil
fyrir normið, því að tilvist þess er háð frávikinu, og þegar frávik-
ið er skrímsli — sem afmyndun á hinni réttu ímynd líkamans —
þá er hætt við að það sé illa í stakk búið að hegða sér rétt. Enn birt-
ist ógn hins innri líkama í þessu, því innra byrðið er auðvitað
‚rangt‘ miðað við hina ‚réttu‘ ímynd hins ytra.
Balsamo tengir þetta síðan hugmyndinni um hinn náttúrulega
líkama og bendir á að þessar aðgerðir séu oft gerðar á þeim for-
sendum að þeim sé ætlað að endurskapa hinn náttúrulega líkama.
Jafnframt eru þessar aðgerðir fordæmdar fyrir að vera ekki nátt-
úrulegar. Og hún veltir fyrir sér hvort þetta sé röng leið.36 Hér er
hún að taka upp þráð Donnu Haraway sem einmitt gagnrýnir
þessa náttúrudýrkun femínismans og segir að leiðin út sé ekki aft-
ur til baka, heldur áfram, inn í tækniheim framtíðarinnar.37 Í
greininni „The Promises of Monsters: A Regenerative Politics for
Inappropriate/d Others“ ræðir Haraway „loforð skrímslisins“ í
tengslum við kenningar sínar um sæborgina. Þetta loforð skrímsl-
isins, eða möguleiki þess, er án svars eða úrlausnar, það lofar ann-
arleika án samsömunar eða yfirtöku, samlífi fjölbreytileika og
samsetninga ólíkra þátta; annarleikinn og samlífið er ekki endilega
friðsælt ástand, en hefur skapað sér sinn eigin stað innan samfé-
lagsins.38
„úlfa krásir“ 373skírnir
35 Sjá Foucault 1991, og Butler 1990. Dæmi um þessi átök norms og afmyndunar
birtist greinilega í umræðum um offitu sem nú er orðin mjög almenn, en þar er
eins og samfélag og heilbrigðiskerfi hafi sammælst um að sýna fram á afbrigði-
leika hins sílspikaða líkama til að sanna fyrir sjálfum sér að meðallíkaminn sé í
lagi. Óttinn við offituna nær síðan hámarki í lystarstoli sem framleiðir einnig
afmyndaðan líkama, en sá líkami sækir hinsvegar fyrirmynd sína í fegurðariðn-
aðinn og er því ekki eins ógnandi og sá offeiti. Sem dæmi má nefna Latabæjar-
fyrirbærið sem snýst um það að minna stöðugt á þennan mun á réttum og
röngum líkömum.
36 Balsamo 1997, bls. 78–79.
37 Haraway 1991.
38 Haraway 1992.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 373