Skírnir - 01.09.2006, Page 128
Það má segja að þetta sé staður sílíkonunnar, því hvar liggja
mörk hins ‚rétta‘ líkama þegar hann hefur verið endalaust ‚leið-
réttur‘? Hér sjáum við að það eru ávallt tvær hliðar á sæborginni:
annarsvegar birtist í henni möguleikinn á að viðhalda hefðbundn-
um (karllegum) hugmyndum um fegurð og mennsku þar sem feg-
urðarídeal er skapað með skurðaðgerðum og annarskonar líkams-
eftirliti og mótun. Hinsvegar hefur sæborgin verið álitin leið til að
hafna mennskunni, ganga þvert á hugmyndir um mennsku og
þetta birtist einnig í sílíkonunum, því þrátt fyrir allt er alltaf ljóst
að þær eru tilbúnar, búnar til samkvæmt staðalímynd ákveðinnar
tegundar mennsku (hvítrar). Þannig fer þetta tvennt skemmtilega
saman, fegrunaraðgerðirnar sem eiga að skapa mennskuna, hið
náttúrulega, en mistekst, þær eru ekki náttúrulegar og skapa því
skrímsl í staðinn — til dæmis Michael Jackson. Í gegnum þessa
samfellu getur höfnun sæborgarinnar á mennskunni og skrímslun
sæborgarinnar farið rétta boðleið gegnum fegrunariðnaðinn.
Því virðist niðurstaðan sú að opna fyrir meiri viðurkenningu á
hinum ónáttúrulega líkama og þar með möguleikum kvenna (og
karla) til að umskapa sjálf sig og skapa sér sinn eigin líkama og þar
með sitt eigið sjálf.
VII „Saga handa börnum“: Líkami, tamning, óreiða
Í frægri smásögu Svövu Jakobsdóttur segir frá því hvernig móðir-
in leyfir börnum sínum að gera tilraunir með líkama sinn og fjar-
lægja þaðan ýmis líffæri. Sögunni var tekið sem femínískri tákn-
sögu á sínum tíma, árið 1967, en núna gæti hún fullt eins átt heima
í smásagnasafni með vísindaskáldskap og sæberpönki. Því ef við
sjáum fram á að geta ‚leiðrétt‘ okkar innra byrði líkt og hið ytra
gæti vel farið svo að þar með verði ýmis áður mikilvæg líffæri
óþörf, líkt og heili húsmóðurinnar. Reyndar fjallar vísindaskáld-
skapurinn einmitt um það hvernig tilteknir þjóðfélagshópar,
mögulega húsmæður, þurfa einmitt ekki á völdum líkamshlutum
og líkamsvirkni að halda, því hlutverk þeirra sé þannig. Hér birt-
ist líkamning Stratherns í nýju og öllu óhugnanlegra ljósi, líkam-
inn hefur verið fyllilega lagaður að samfélaginu og einstaklingur-
úlfhildur dagsdóttir374 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 374