Skírnir - 01.09.2006, Side 130
ami er fangaður og króaður af í orðræðu vísindanna sem hlutgera
hann sem hreina líffræði. Hættan er sú að í slíkri hlutgervingu
skapist ný og hættulegri ógn en sú sem nú steðjar að líkamanum,
líkt og bakterían í Wolverine-bókinni, en hún byrjar einmitt á því
að búa sér til líkama úr holdi og vélum eins og til að hæðast að eig-
in sköpun. Þetta er hættan á að hinn nýi líkami sé óður og eyð-
andi. Önnur hætta felst í því að útrýma varúlfinum úr líkama okk-
ar, því það felst líka ógn í þeirri tamningu líkama og þar með sam-
félags sem líftæknin gæti boðið upp á. Ef allri líkamlegri óreiðu er
útrýmt er óreiðu samfélagsins úthýst líka og þar með því eina sem
gerir mannlegt samfélag skemmtilegt, óvænt, ógnandi vissulega,
en þó alltaf lífvænlegt. En þá er gott að rifja upp loforð skrímslis-
ins um annarleika án yfirtöku; það hvernig afurð fegrunarskurð-
meistaranna, sem á að vera hámark tamningarinnar, fellur saman
við hamfarir sæborgarinnar, og svo auðvitað loforð berserksins
Wolverine sem er alltaf tilbúinn í slag.
Greinarhöfundur er með verkefnisstyrk frá Rannsóknarsjóði Íslands. — Tit-
ill og millifyrirsagnir eru flestar fengnar úr íslenskum fornbókmenntum og
tengjast hamskiptum og berserkjum. Ég þakka föður mínum Degi Þorleifs-
syni aðstoðina við að týna þetta til.
Heimildaskrá
Árni Björnsson. 1998. „Fegrunarlækningar.“ Í Jón Proppé (ritstj.), Flögð og fögur
skinn (bls. 44–47). Reykjavík.
Balsamo, Anne. 1997. Technologies of the Gendered Body: Reading Cyborg
Women (1996). Durham og London.
Barker, Clive, 1990. „The Madonna.“ Í Clive Barker’s Books of Blood, vol. 4–6
(1984–1985). London.
Blacking, John (ritstj.). 1997. The Anthropology of the Body. London.
Brooks, Peter. 1993. Body Work: Objects of Desire in Modern Narrative. London.
Butler, Judith. 1990. Gender Trouble: Feminism and the Subversion of Identity.
London.
Cixous, Hélène. 1991. „The Laugh of The Medusa.“ Í Robin R. Warhol og Diane
Price Hernell (ritstj.), Feminisms: An Anthology of Literary Theory and Crit-
icism (bls. 334–349) (1975). New Brunswick og New Jersey.
Douglas, Adam. 1992. The Beast Within: A History of the Werewolf. London.
Douglas, Mary. 1966. Purity and Danger. London.
úlfhildur dagsdóttir376 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 376