Skírnir - 01.09.2006, Page 134
spurningunni hvort þörf sé á nýrri trúfræði er mikilvægt að kunna
skil á þeirri grein eins og hún hefur verið stunduð til þessa, en það
hlýtur að vera forsenda þess að unnt sé að leggja grunn að nýrri
trúfræði.
Í þessari grein verður athugað hvaða straumar og stefnur hafa
mótað framsetningu trúfræðinnar til þessa. Í þeirri viðleitni verð-
ur í fyrstu gerð grein fyrir viðhorfum sem mest hefur borið á í
samstæðilegri guðfræði, einkum söguáherslunni, kirkjuáhersl-
unni og menningaráherslunni. Eins og gefur að skilja renna þess-
ir þrír þættir nokkuð saman þrátt fyrir greinileg sérkenni. Ástæða
þess að ekki er gert ráð fyrir sérstakri vísindalegri guðfræði í þrí-
skiptingunni er sú að í öllum tilvikum er gerð svipuð krafa um
vísindaleg vinnubrögð og framsetningu. Hið sama er uppi á ten-
ingnum í sambandi við ritninguna og ritskýringu hennar. Þannig
eru vísindaleg vinnubrögð og ritskýring forsenda hverrar fram-
setningar. Til þess að afmarka efnið verður aðallega litið til evang-
elísk-lútherskra guðfræðinga og gerð grein fyrir kenningum
þeirra fræðimanna sem hafa mótað hverja aðferð. Ernst Troeltsch
(1865–1923) og Gerhard Ebeling (1912–2001) hafa báðir verið
áhrifavaldar söguaðferðarinnar.2 Trúfræði Karls Barths (1886–
1968) er aftur á móti skrifuð út frá kirkjuafstöðunni3 en menn-
ingarþátturinn einkennir trúfræði Pauls Tillichs (1886–1965).4
Þessi þrískipting guðfræðinnar mótar enn alla guðfræðilega um-
ræðu.
sigurjón árni eyjólfsson380 skírnir
Kirkjuritinu: Sigurjón Árni Eyjólfsson, „Samband trúfræði og siðfræði. Fyrri
hluti.“ Kirkjuritið, 70. árg. 2004, 2. hefti, 32–37; Sigurjón Árni Eyjólfsson,
„Samband trúfræði og siðfræði. Seinni hluti.“ Kirkjuritið, 71. árg. 2005, 2. hefti,
41–55.
2 Ernst Troeltsch „Die Dogmatik der religionsgeschichtliche Schule“ (1913) í:
Gesammelte Schriften, 2. bindi, Bonn 1922, 500–524; Gerhard Ebeling, „Die
Bedeutung der historisch-kritischen Methode für die protestantische Theologie
und Kirche“ í: Wort und Glaube, 3. útg., Tübingen 1967, 1–49.
3 Karl Barth, Kirchliche Dogmatik I/1, 7. útg. Zürich 1955; Karl Barth, Dogmatik
im Grundriss, Zürich 1947; Karl Barth, Einführung in die evangelische
Theologie, 2. útg., Zürich 1962.
4 Paul Tillich, Systematische Theologie, 1. bindi, 2. útg., Stuttgart 1957.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 380